Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2016 20:20 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skoðar nú alvarlega hvort hún muni bjóða sig fram í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fer um helgina. Hún er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan flokksins. Segist hún ekki hafa orðið vör við það baktjaldamakk sem Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson hafa lýst í fjölmiðlum síðustu daga. Engum dylst þó sú ólga sem er innan við flokksins og hafa verið væringar um það innan flokksins um það hvort að mögulegt formannsframboð Lilju myndi slá á þá ólgu.Þú virðist hafa stuðning úr báðum fylkingum, bæði Sigurðar Inga Jóhannsonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Myndi það leysa ákveðna spennu innan flokksins að þú einfaldlega tækir að þér formannsembættið? „Ég veit ekki hvort að það geri það. Ég er auðvitað þakklát fyrir þann stuðning sem ég virðist hafa innan flokksins en nú er ég að kanna minn stuðning er varðar varaformannshlutverkið. Ég læt það duga í bili,“ segir Lilja. Aðspurð að því hvort að hún myndi neita því að gefa kost á sér í formannsembættið kom hik á Lilju. Svaraði hún því neitandi áður en hún ítrekaði að hún væri að skoða framboð til varaformanns en hún gerir ráð fyrir því að kynna ákvörðun sína síðar í vikunni. „Ég er að tala við mína stuðningsmenn og athuga hvernig þetta lítur allt út. Útlitið er þokkalega gott ef ég á að segja alveg eins og er en ég er enn að fara yfir kosti og galla þess að taka þettta skref,“ segir Lilja um framboð til varaformannsins. Viðtalið við Lilju í 1910 má sjá hér að ofan en styttri útgáfu þess má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skoðar nú alvarlega hvort hún muni bjóða sig fram í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fer um helgina. Hún er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan flokksins. Segist hún ekki hafa orðið vör við það baktjaldamakk sem Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson hafa lýst í fjölmiðlum síðustu daga. Engum dylst þó sú ólga sem er innan við flokksins og hafa verið væringar um það innan flokksins um það hvort að mögulegt formannsframboð Lilju myndi slá á þá ólgu.Þú virðist hafa stuðning úr báðum fylkingum, bæði Sigurðar Inga Jóhannsonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Myndi það leysa ákveðna spennu innan flokksins að þú einfaldlega tækir að þér formannsembættið? „Ég veit ekki hvort að það geri það. Ég er auðvitað þakklát fyrir þann stuðning sem ég virðist hafa innan flokksins en nú er ég að kanna minn stuðning er varðar varaformannshlutverkið. Ég læt það duga í bili,“ segir Lilja. Aðspurð að því hvort að hún myndi neita því að gefa kost á sér í formannsembættið kom hik á Lilju. Svaraði hún því neitandi áður en hún ítrekaði að hún væri að skoða framboð til varaformanns en hún gerir ráð fyrir því að kynna ákvörðun sína síðar í vikunni. „Ég er að tala við mína stuðningsmenn og athuga hvernig þetta lítur allt út. Útlitið er þokkalega gott ef ég á að segja alveg eins og er en ég er enn að fara yfir kosti og galla þess að taka þettta skref,“ segir Lilja um framboð til varaformannsins. Viðtalið við Lilju í 1910 má sjá hér að ofan en styttri útgáfu þess má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00