Dýr atkvæði Davíðs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2016 07:00 Kostnaður við fjögur dýrustu framboðin Davíð Oddsson varði tæpum 28 milljónum króna í kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í sumar. Hann hafnaði í fjórða sæti og fékk rúmlega 25 þúsund atkvæði. Þar með greiddi Davíð rúmlega 1.100 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Enginn hinna þriggja frambjóðendanna sem flest atkvæði fengu kemst nálægt því. Næstmest galt Andri Snær Magnason fyrir hvert atkvæði. Hann varði fimmtán milljónum í kosningabaráttu sína og uppskar um 26 þúsund atkvæði sem gera 576 krónur á hvert þeirra. Sigurvegarinn og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varði um 25 milljónum í sína kosningabaráttu og uppskar rúmlega 71 þúsund atkvæði. Alls 352 krónur á hvert atkvæði. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, varði bæði minnstu í kosningabaráttu sína og minnstu á hvert atkvæði. Alls fóru tæpar níu milljónir í baráttuna og hún fékk tæp 51 þúsund atkvæði. Það gera 175 krónur á hvert atkvæði sem hún fékk. Frambjóðendurnir styrktu eigin framboð mismikið. Sá sem mest styrkti eigið framboð var Davíð en hann lét rúmar ellefu milljónir úr eigin vasa í framboðið. Halla styrkti sitt framboð um rúmar tvær milljónir og Guðni og Andri Snær létu um eina milljón króna hvor í framboð sitt. Aðrir frambjóðendur ráku mun ódýrari kosningabaráttu. Framboð Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur kostaði um hálfa milljón króna en framboð Ástþórs Magnússonar, Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Hildar Þórðardóttur og Sturlu Jónssonar kostuðu öll minna en 400 þúsund krónur. Sé kostnaður allra þeirra framboða lagður saman kemst hann því hvergi nálægt kostnaði neins hinna fjögurra framboðanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Davíð Oddsson varði tæpum 28 milljónum króna í kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í sumar. Hann hafnaði í fjórða sæti og fékk rúmlega 25 þúsund atkvæði. Þar með greiddi Davíð rúmlega 1.100 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Enginn hinna þriggja frambjóðendanna sem flest atkvæði fengu kemst nálægt því. Næstmest galt Andri Snær Magnason fyrir hvert atkvæði. Hann varði fimmtán milljónum í kosningabaráttu sína og uppskar um 26 þúsund atkvæði sem gera 576 krónur á hvert þeirra. Sigurvegarinn og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varði um 25 milljónum í sína kosningabaráttu og uppskar rúmlega 71 þúsund atkvæði. Alls 352 krónur á hvert atkvæði. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, varði bæði minnstu í kosningabaráttu sína og minnstu á hvert atkvæði. Alls fóru tæpar níu milljónir í baráttuna og hún fékk tæp 51 þúsund atkvæði. Það gera 175 krónur á hvert atkvæði sem hún fékk. Frambjóðendurnir styrktu eigin framboð mismikið. Sá sem mest styrkti eigið framboð var Davíð en hann lét rúmar ellefu milljónir úr eigin vasa í framboðið. Halla styrkti sitt framboð um rúmar tvær milljónir og Guðni og Andri Snær létu um eina milljón króna hvor í framboð sitt. Aðrir frambjóðendur ráku mun ódýrari kosningabaráttu. Framboð Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur kostaði um hálfa milljón króna en framboð Ástþórs Magnússonar, Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Hildar Þórðardóttur og Sturlu Jónssonar kostuðu öll minna en 400 þúsund krónur. Sé kostnaður allra þeirra framboða lagður saman kemst hann því hvergi nálægt kostnaði neins hinna fjögurra framboðanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira