Hótelið reis á níu mánuðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2016 08:45 Í tilefni afmælisins fórum við í miklar endurbætur á hótelinu, veitingastaðurinn var tekinn í gegn og móttakan endurnýjuð,“ segir Jakob. Hótel Örk í Hveragerði á 30 ára sögu að baki og heldur afmælishátíð um helgina. „Það hefur verið góður gangur í rekstrinum síðustu ár en hótelið var mikill pakki á sínum tíma,“ segir Jakob Arnarson sem hefur verið hótelstjóri Hótel Arkar í tólf ár. „Þetta er eina hótelið á Íslandi með eigin útisundlaug og hér eru mikil salarkynni, húsið er 5.200 fermetrar að stærð en herbergin 85. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin og þar til starfsemi var hafin í húsinu liðu bara níu mánuðir. Hér var sannarlega byggt af stórhug en kannski meira af kappi en forsjá.“ Raunverulega átti byggingin að vera 1500 fermetrar í byrjun en svo var endalaust byggt ofan á, að sögn Jakobs „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð! Þetta væri ekki hægt í dag. Bara það að fá leyfi fyrir sundlaug er stórmál.“ Það var Helgi Þór Jónsson byggingarverktaki sem reisti hótel Örk og rak hana í byrjun. Jakob segir hann fyrst bara hafa ætlað að byggja veitingastað. „Svo datt honum í hug að það væri kannski snjallt að vera með svona 15 herbergi líka en það endaði svona. Pælingin var að þetta yrði heilsuhótel því Þjóðverjar fóru mikið í heilsuferðalög á þessum tíma. Hér störfuðu sjúkraþjálfarar og læknar í byrjun þannig að ekki skorti metnaðinn. Hinsvegar var allt byggt á víxlum og reksturinn var þungur framan af.“Hótel Örk var byggð af stórhug og nýtist vel í dag.Haldið verður upp á 30 ára afmælið með fjölskylduvænum hætti, fyrir utan tilboð á gistingu og mat er opið hús milli klukkan 15 og 17 í dag. Þar er boðið upp á afmælisköku, ís fyrir krakkana, lasertag og Einar einstaki töframaður ætlar að koma í heimsókn. „Þeir sem vilja getað komið með golfkylfur því það er golfvöllur hér við hliðina á hótelinu,“ bendir Jakob á. Örkin er eitt af fáum hótelum á landinu sem státar af því.“ Kvót: „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Lífið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Hótel Örk í Hveragerði á 30 ára sögu að baki og heldur afmælishátíð um helgina. „Það hefur verið góður gangur í rekstrinum síðustu ár en hótelið var mikill pakki á sínum tíma,“ segir Jakob Arnarson sem hefur verið hótelstjóri Hótel Arkar í tólf ár. „Þetta er eina hótelið á Íslandi með eigin útisundlaug og hér eru mikil salarkynni, húsið er 5.200 fermetrar að stærð en herbergin 85. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin og þar til starfsemi var hafin í húsinu liðu bara níu mánuðir. Hér var sannarlega byggt af stórhug en kannski meira af kappi en forsjá.“ Raunverulega átti byggingin að vera 1500 fermetrar í byrjun en svo var endalaust byggt ofan á, að sögn Jakobs „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð! Þetta væri ekki hægt í dag. Bara það að fá leyfi fyrir sundlaug er stórmál.“ Það var Helgi Þór Jónsson byggingarverktaki sem reisti hótel Örk og rak hana í byrjun. Jakob segir hann fyrst bara hafa ætlað að byggja veitingastað. „Svo datt honum í hug að það væri kannski snjallt að vera með svona 15 herbergi líka en það endaði svona. Pælingin var að þetta yrði heilsuhótel því Þjóðverjar fóru mikið í heilsuferðalög á þessum tíma. Hér störfuðu sjúkraþjálfarar og læknar í byrjun þannig að ekki skorti metnaðinn. Hinsvegar var allt byggt á víxlum og reksturinn var þungur framan af.“Hótel Örk var byggð af stórhug og nýtist vel í dag.Haldið verður upp á 30 ára afmælið með fjölskylduvænum hætti, fyrir utan tilboð á gistingu og mat er opið hús milli klukkan 15 og 17 í dag. Þar er boðið upp á afmælisköku, ís fyrir krakkana, lasertag og Einar einstaki töframaður ætlar að koma í heimsókn. „Þeir sem vilja getað komið með golfkylfur því það er golfvöllur hér við hliðina á hótelinu,“ bendir Jakob á. Örkin er eitt af fáum hótelum á landinu sem státar af því.“ Kvót: „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Lífið Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira