Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. september 2016 07:00 Miklar skemmdir urðu á landi í Skaftárhlaupi í fyrra. Vísir/Vilhelm Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira