Guðni setti sjálfur milljón í framboð sitt Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 14:31 Guðni flytur innsetningarræðu sína. visir/eyþór Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira