Vildu þeir Lilju kveðið hafa Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 14. september 2016 09:46 Hinn 10. september var ákveðið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að boða til flokksþings þann 1. og 2. október næst komandi. Er þá ljóst að formaður flokksins verður kosinn og stefnumál mörkuð fyrir næstu alþingiskosningar. Væringar innan stjórnmálaflokka síðustu ára hafa sýnt, að tíð formannsskipti eru síður en svo leið til að skapa trúverðugleika og traust gagnvart kjósendum. Kemur það til vegna þess að festa og trúverðugleiki í stjórnmálum haldast jafnan í hendur, og ef innanflokksátök eru dregin á opinberan vettvang, er það til þess fallið að skaða stjórnmálin enn frekar. Innanflokksátök og valdabarátta innan flokks á heima á vettvangi flokksins þar sem lýðræðislegir verkferlar eru virtir. Það sem skapar traust í stjórnmálum er fyrst og fremst árangur við pólitíska stefnumótun og framkvæmd, og að kjörnir fulltrúar séu stöðugir og taki vindinn í fangið þegar á móti blæs. Nú hefur komið í ljós að árásir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, vegna Panamaskjalanna, var öðru fremur byggð á sviksemi og óheiðarlegum vinnubrögðum Kastljóss og blaðamanna Reykjavík Media. Engar af þeim ásökunum sem hafa verið bornar á Sigmund hafa átt við rök að styðjast, og má segja fullum fetum, að Sigmundur hafi þurft að stíga til hliðar sem forsætisráðherra á grundvelli ósanninda og óheilinda tiltekinna blaðamanna. Á grundvelli þeirrar atburðarrásar, hafa andstæðingar Sigmundar brotið hefðir innan Framsóknarflokksins og dregið vopn sín úr slíðrum á opinberum vettvangi, í stað þess að treysta á reglur lýðræðis innan flokksins. Ljóst má vera að andstæðingar Sigmundar gera það ekki til að auka trúverðugleika flokksins, heldur til að koma sér og sínum til valda og áhrifa. Framganga þeirra hefur þegar skaðað trúverðugleika flokksins. Afrek Sigmundar Davíðs á sviði efnamagsmála eru bæði merk og ótvíræð, og má á framgöngu anstæðinga Sigmundar sjá, að jafnvel þeir viðurkenna glæsilegan árangur hans í starfi formanns Framsóknarflokksins. Má á málflutningi þeirra ráða að óheiðarleg vinnubrögð blaðamanna þoki þeim árangri til hliðar þegar trúverðugleiki og traust gagnvart kjósendum er metinn. Er sú afstaða fráleidd í mínum huga og lykta nú væringar innan flokksins af valdabrölti fremur en að hagsmunir flokks og þjóðar séu höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að árétta að lítill sómi og trúverðugleiki er í því fólginn að komast til valda og áhrifa á grundvelli árangurs þess fulltrúa sem verið er að reyna að koma frá völdum. Ef svo ólíklega vill til að Sigmundur verður felldur á næsta flokksþingi, mun öllum vera það ljóst, að árangur flokksins er ekki þeim formanni að þakka. Hafi flokksmenn hagsmuni flokks og þjóðar að leiðarljósi, mun Sigmundur Davíð leiða Framsóknarflokkinn í gegnum næstu alþingiskosningar.Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Hinn 10. september var ákveðið á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að boða til flokksþings þann 1. og 2. október næst komandi. Er þá ljóst að formaður flokksins verður kosinn og stefnumál mörkuð fyrir næstu alþingiskosningar. Væringar innan stjórnmálaflokka síðustu ára hafa sýnt, að tíð formannsskipti eru síður en svo leið til að skapa trúverðugleika og traust gagnvart kjósendum. Kemur það til vegna þess að festa og trúverðugleiki í stjórnmálum haldast jafnan í hendur, og ef innanflokksátök eru dregin á opinberan vettvang, er það til þess fallið að skaða stjórnmálin enn frekar. Innanflokksátök og valdabarátta innan flokks á heima á vettvangi flokksins þar sem lýðræðislegir verkferlar eru virtir. Það sem skapar traust í stjórnmálum er fyrst og fremst árangur við pólitíska stefnumótun og framkvæmd, og að kjörnir fulltrúar séu stöðugir og taki vindinn í fangið þegar á móti blæs. Nú hefur komið í ljós að árásir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, vegna Panamaskjalanna, var öðru fremur byggð á sviksemi og óheiðarlegum vinnubrögðum Kastljóss og blaðamanna Reykjavík Media. Engar af þeim ásökunum sem hafa verið bornar á Sigmund hafa átt við rök að styðjast, og má segja fullum fetum, að Sigmundur hafi þurft að stíga til hliðar sem forsætisráðherra á grundvelli ósanninda og óheilinda tiltekinna blaðamanna. Á grundvelli þeirrar atburðarrásar, hafa andstæðingar Sigmundar brotið hefðir innan Framsóknarflokksins og dregið vopn sín úr slíðrum á opinberum vettvangi, í stað þess að treysta á reglur lýðræðis innan flokksins. Ljóst má vera að andstæðingar Sigmundar gera það ekki til að auka trúverðugleika flokksins, heldur til að koma sér og sínum til valda og áhrifa. Framganga þeirra hefur þegar skaðað trúverðugleika flokksins. Afrek Sigmundar Davíðs á sviði efnamagsmála eru bæði merk og ótvíræð, og má á framgöngu anstæðinga Sigmundar sjá, að jafnvel þeir viðurkenna glæsilegan árangur hans í starfi formanns Framsóknarflokksins. Má á málflutningi þeirra ráða að óheiðarleg vinnubrögð blaðamanna þoki þeim árangri til hliðar þegar trúverðugleiki og traust gagnvart kjósendum er metinn. Er sú afstaða fráleidd í mínum huga og lykta nú væringar innan flokksins af valdabrölti fremur en að hagsmunir flokks og þjóðar séu höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að árétta að lítill sómi og trúverðugleiki er í því fólginn að komast til valda og áhrifa á grundvelli árangurs þess fulltrúa sem verið er að reyna að koma frá völdum. Ef svo ólíklega vill til að Sigmundur verður felldur á næsta flokksþingi, mun öllum vera það ljóst, að árangur flokksins er ekki þeim formanni að þakka. Hafi flokksmenn hagsmuni flokks og þjóðar að leiðarljósi, mun Sigmundur Davíð leiða Framsóknarflokkinn í gegnum næstu alþingiskosningar.Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar