Söguleg stund í Bari er dómari á vegum FIFA notaði myndbandsupptöku í fyrsta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 07:30 Björn Kuipers fékk aðstoð utan vallar. vísir/getty Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi. Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi.
Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41