Flugmódel af Geysi flýgur í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2016 19:45 Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér. Fréttir af flugi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér.
Fréttir af flugi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira