Flugmódel af Geysi flýgur í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2016 19:45 Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér. Fréttir af flugi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Eftirlíking af Loftleiðavélinni Geysi, sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950, þykir eitt glæsilegasta flugmódel sem smíðað hefur verið hérlendis. Það þykir svo dýrmætt að reyndur módelflugmaður var fenginn sérstaklega frá Bretlandi til að fljúga því í fyrsta sinn á dögunum. Módelsmiðurinn Birgir Sigurðsson segir að fyrsta flugið laugardaginn 13. ágúst hafi verið ein af stóru stundunum í lífi sínu. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2 og myndir sýndar af fyrsta fluginu. Undanförnum þrettán árum, frá 2003, er hann búinn að verja í að smíða nákvæma eftirlíkingu af einni frægustu flugvél íslenskrar flugsögu, Skymaster-vélinni Geysi, sem brotlenti á Bárðarbungu þann 14. september 1950. Þegar sex manna áhöfn vélarinnar fannst öll á lífi fjórum dögum síðar gekk gleðibylgja yfir Ísland. Módelið er nærri fjögurra metra langt, einn áttundi af stærð fyrirmyndarinnar. „Þegar maður byrjar að smíða flugmódel, og þú ferð með það út á flugvöll og ferð að fljúga, þá ertu búinn að gera þér grein fyrir því að næstu tvær þrjár sekúndur, þegar hún er komin í loftið, geta verið örlög vélarinnar,“ segir Birgir. Stóra stundin runnin upp. Birgir undirbýr flugvélina fyrir fyrsta flugtak laugardaginn 13. ágúst á flugvellinum í Mosfellsbæ..Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Sverrir Gunnlaugsson flugmódelmaður, sem tók myndir sem birtust í frétt Stöðvar 2 af fyrsta fluginu, segir hiklaust að þetta sé glæsilegasta flugmódel landsins og þótt víðar væri leitað. Fyrsta reynsluflugið gekk eins og í sögu, hjólin fóru upp og niður aftur og flapsarnir virkuðu eðlilega. Spurður hvernig tilfinning það hafi verið, eftir allan þennan smíðatíma, að sjá hana taka á loft, svarar Birgir: „Það var náttúrlega bara eitt bros, - var í nokkra daga á eftir.“ Birgir hefur smíðað fjölda flugmódela undanfarin fjörutíu ár og er með vinnustofu á heimili sínu. Hann flýgur flestum sjálfur en valdi þó að fá reyndan módelflugmann frá Bretlandi, Steve Holland, til að fljúga Geysi í fyrsta sinn, taldi það öruggara. „Sumir hafa bara miklu meiri æfingu en maður sjálfur, það er ekkert öðruvísi.“Geysir kominn á loft í Mosfellsbæ.Mynd/Sverrir Gunnlaugsson.Flugvélin er svo stór að Birgir þarf að taka hana í sundur og geyma hana í sérsmíðuðum vagni milli flugferða. Hann smíðaði flugvélina sjálfur frá grunni, notaði krossvið og furulista og klæddi hana utan með áli. Kunningi hans smíðaði hjólabúnaðinn en hreyflana keypti hann að utan, smíðaði þó sjálfur hlífarnar utan um þá. Þegar rýnt er í smáatriðin sést hversu mikil listasmíð þetta er, hnoðin sjást í skrokknum en hann smíðaði sérstök verkfæri til að ná þeim fram. Birgir, sem er lærður bílasmiður, segist ekki hafa tölu á öllum þeim vinnustundum sem fóru í verkið en það hafi veitt sér hugarró í glímu við sjúkdóm sem leitt hafi til fötlunar frá unga aldri. „Þetta er pottþétt gefandi, og sérstaklega fyrir menn eins og mig. Þetta hjálpar sálartetrinu að glíma við aðra erfiðleika,“ segir Birgir Sigurðsson. Myndband Sverris Gunnlaugsssonar af fyrsta fluginu má sjá hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira