Hard Knocks byrjar á Stöð 2 Sport í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2016 10:30 Hlauparinn Todd Gurley er ein skærasta stjarna LA Rams og einn allra besti leikmaður NFL-deildarinnar í sinni stöðu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers
NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sjá meira