Styttum vinnuvikuna Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. september 2016 10:00 Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Skýrar vísbendingar eru um það að styttri vinnuvika geti leitt til meiri framleiðni og hafi jákvæð áhrif á vellíðan starfsfólks. Þess vegna eigum við að stytta vinnuvikuna. Vinnutími á Íslandi er lengstur allra landa í Evrópu, ef litið er til vinnustunda þeirra sem vinna fulla vinnu. Tengsl eru á milli styttri vinnutíma og meiri framleiðni. Ef Ísland er borið saman við hin norrænu ríkin sést að á Íslandi er unnið meira en annars staðar á Norðurlöndunum, en landsframleiðsla á Íslandi er talsvert minni en í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Langur vinnudagur kemur niður á heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem vinna mjög mikið eru í meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóma og heilablóðfall en þeir sem vinna styttri vinnuviku. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað hæst allra í Evrópu en hlutfallið er mun lægra hjá hinum norrænu þjóðunum. Fullyrða má að styttri vinnudagur leiði af sér að færri brenni út í starfi. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur staðið yfir á tveimur starfsstöðum í Reykjavík í um eitt og hálft ár. Niðurstöður benda til afar jákvæðra áhrifa verkefnisins. Andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mælist marktækt meiri á tilraunavinnustöðunum en samanburðarstaðnum á meðan enginn munur mælist á viðhorfi til þjónustu eða opnunartíma. Skammtímaveikindum fækkar á tilraunavinnustöðunum en ekki á samanburðarstaðnum. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Meginmarkmið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma. Það mikilvægasta fyrir börn eru samvistir við foreldra. Þegar við bætist aukin framleiðni, bætt heilsa og betri lífsgæði er ljóst að ráðast þarf í þær breytingar sem leiða til styttingar vinnuvikunnar. Aðilar vinnumarkaðsins þurfa eðli málsins samkvæmt að koma að breytingum sem fela í sér skipulag vinnutíma sem í grunninn er snúið og snýr að lögum og gerð kjarasamninga. Ríkið á auk þess að stuðla að umfangsmiklu tilraunaverkefni á sínum starfsstöðum, standa fyrir úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna, búa til hvata fyrir sveitarfélög og fyrirtæki að stytta vinnuvikuna og kalla viðeigandi aðila saman að borðinu. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Til mikils er að vinna og koma þannig á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Skýrar vísbendingar eru um það að styttri vinnuvika geti leitt til meiri framleiðni og hafi jákvæð áhrif á vellíðan starfsfólks. Þess vegna eigum við að stytta vinnuvikuna. Vinnutími á Íslandi er lengstur allra landa í Evrópu, ef litið er til vinnustunda þeirra sem vinna fulla vinnu. Tengsl eru á milli styttri vinnutíma og meiri framleiðni. Ef Ísland er borið saman við hin norrænu ríkin sést að á Íslandi er unnið meira en annars staðar á Norðurlöndunum, en landsframleiðsla á Íslandi er talsvert minni en í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Langur vinnudagur kemur niður á heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem vinna mjög mikið eru í meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóma og heilablóðfall en þeir sem vinna styttri vinnuviku. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað hæst allra í Evrópu en hlutfallið er mun lægra hjá hinum norrænu þjóðunum. Fullyrða má að styttri vinnudagur leiði af sér að færri brenni út í starfi. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur staðið yfir á tveimur starfsstöðum í Reykjavík í um eitt og hálft ár. Niðurstöður benda til afar jákvæðra áhrifa verkefnisins. Andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mælist marktækt meiri á tilraunavinnustöðunum en samanburðarstaðnum á meðan enginn munur mælist á viðhorfi til þjónustu eða opnunartíma. Skammtímaveikindum fækkar á tilraunavinnustöðunum en ekki á samanburðarstaðnum. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Meginmarkmið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma. Það mikilvægasta fyrir börn eru samvistir við foreldra. Þegar við bætist aukin framleiðni, bætt heilsa og betri lífsgæði er ljóst að ráðast þarf í þær breytingar sem leiða til styttingar vinnuvikunnar. Aðilar vinnumarkaðsins þurfa eðli málsins samkvæmt að koma að breytingum sem fela í sér skipulag vinnutíma sem í grunninn er snúið og snýr að lögum og gerð kjarasamninga. Ríkið á auk þess að stuðla að umfangsmiklu tilraunaverkefni á sínum starfsstöðum, standa fyrir úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna, búa til hvata fyrir sveitarfélög og fyrirtæki að stytta vinnuvikuna og kalla viðeigandi aðila saman að borðinu. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Til mikils er að vinna og koma þannig á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar