Jöfnuður er auðlind 6. september 2016 10:00 Krafan um jöfnuð, réttlæti og samábyrgð er ekki klisja. Þetta grunnstef jafnaðarmanna um allan heim hefur lagt grunn að öflugustu velferðarsamfélögum veraldar, eins og á Norðurlöndum. Jafnaðarstefnan miðar að því að byggja upp samfélag af sömu umhyggju og við byggjum upp heimili. Því er ætlað að veita öryggi og vera skjól. Þess vegna hafði það ótvíræða þýðingu fyrir íslenskt samfélag að það skyldu hafa verið jafnaðarmenn sem héldu um stjórnartauma hin erfiðu ár eftir hrun. Á fyrstu fjórum árum eftir hrun náðu jafnaðarmenn á Íslandi að jafna lífskjör í landinu og leggja grunn að því góðæri sem við njótum nú. Vinstri stjórnin breytti skattkerfinu – og já, hækkaði skatta á þá hæst launuðu, en hlífði um leið láglaunahópunum og varði millitekjuhópinn. Stuðningur var aukinn við ungar barnafjölskyldur, barna- og húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr skerðingum. Vaxtabætur voru stórhækkaðar og hundrað milljörðum varið til þeirra og barnabóta á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni látið af hendi rakna til þeirra hluta. Kaupmáttur lægstu launa var við lok kjörtímabilsins orðinn hærri en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skildi við var helmingi minni ójöfnuður ráðstöfunartekna en árið 2007 þegar hann varð mestur. Vinstri stjórninni tókst það sem engri annarri ríkisstjórn hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Að verja kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að náðist að minnka halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, lækka verðbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nei, krafan um jöfnuð er ekki klisja. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að í samfélögum þar sem jöfnuður er í hávegum hafður er minna um öfga og glæpi. Jafnaðarstefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíðan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnaðarstefnan stuðlar að almennri velmegun, sjálfbærni og minni sóun. Hún stuðlar að samheldni, gagnkvæmu trausti og mannvirðingu. Þannig samfélag vil ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Krafan um jöfnuð, réttlæti og samábyrgð er ekki klisja. Þetta grunnstef jafnaðarmanna um allan heim hefur lagt grunn að öflugustu velferðarsamfélögum veraldar, eins og á Norðurlöndum. Jafnaðarstefnan miðar að því að byggja upp samfélag af sömu umhyggju og við byggjum upp heimili. Því er ætlað að veita öryggi og vera skjól. Þess vegna hafði það ótvíræða þýðingu fyrir íslenskt samfélag að það skyldu hafa verið jafnaðarmenn sem héldu um stjórnartauma hin erfiðu ár eftir hrun. Á fyrstu fjórum árum eftir hrun náðu jafnaðarmenn á Íslandi að jafna lífskjör í landinu og leggja grunn að því góðæri sem við njótum nú. Vinstri stjórnin breytti skattkerfinu – og já, hækkaði skatta á þá hæst launuðu, en hlífði um leið láglaunahópunum og varði millitekjuhópinn. Stuðningur var aukinn við ungar barnafjölskyldur, barna- og húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr skerðingum. Vaxtabætur voru stórhækkaðar og hundrað milljörðum varið til þeirra og barnabóta á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni látið af hendi rakna til þeirra hluta. Kaupmáttur lægstu launa var við lok kjörtímabilsins orðinn hærri en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skildi við var helmingi minni ójöfnuður ráðstöfunartekna en árið 2007 þegar hann varð mestur. Vinstri stjórninni tókst það sem engri annarri ríkisstjórn hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Að verja kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að náðist að minnka halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, lækka verðbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nei, krafan um jöfnuð er ekki klisja. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að í samfélögum þar sem jöfnuður er í hávegum hafður er minna um öfga og glæpi. Jafnaðarstefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíðan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnaðarstefnan stuðlar að almennri velmegun, sjálfbærni og minni sóun. Hún stuðlar að samheldni, gagnkvæmu trausti og mannvirðingu. Þannig samfélag vil ég.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun