Gamma setur 90 milljónir króna í Sinfó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 14:33 Frá undirritun samningsins. Mynd/Aðsend GAMMA Capital Management og Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu frá samstarfssamningi í dag þess efnis að GAMMA verður áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samningurinn gildir til september 2020 og styrkir GAMMA hljómsveitina um tæplega 90 milljónir króna næstu fjögur ár. Samningurinn var undirritaður á æfingu hljómsveitarinnar í Hörpu fyrir fyrstu tónleika undir stjórn nýs hljómsveitarstjóra, Yan Pascal Tortelier. Tortelier er tíundi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar frá því hún tók til starfa árið 1950. Ragnar Jónasson, yfirlögfræðingur GAMMA og rithöfundur, og Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, skrifuðu undir samkomulagið. GAMMA hefur verið styrktaraðili hljómsveitarinnar frá árinu 2011 og aðalbakhjarl starfseminnar frá 2013. „Samstarfið við Sinfóníuhljómsveitina hefur verið langt og farsælt, við lok samningsins hefur GAMMA verið styrktaraðili hljómsveitarinnar í tæpan áratug. Það er metnaður okkar að geta stutt áfram vel við menningu og listir í landinu og einkar ánægjulegt að geta staðið við bakið á okkar öflugasta tónlistarfólki. Sinfóníuhljómsveitin er í fremstu röð og vakið heimsathygli fyrir frábæran tónlistarflutning. Við erum stolt af því að geta lagt okkar á vogarskálirnar til að svo verði áfram,“ er haft eftir Gísla Haukssyni, forstjóri GAMMA, í tilkynningu. Við undirskrift samningsins sagði Arna Kristín Einarsdóttir: „Það er mikils virði fyrir Sinfóníuhljómsveitina að eiga að öflugan bakhjarl líkt og GAMMA. Samstarfið hefur verið mjög ánægjulegt, maður finnur sannarlega mikinn áhuga að baki stuðningnum við hljómsveitina sem er afar dýrmætt fyrir okkur og menningu landsins.“ Tengdar fréttir Hið íslenska bókmenntafélag í samstarf með GAMMA Fjármálafyrirtækið GAMMA og Hið íslenska bókmenntafélag skrifuðu undir samstarfssamning í dag í Gallery GAMMA þess efnis að GAMMA gerist bakhjarl félagsins til næstu fjögurra ára og styrki félagið um 20 milljónir króna á því tímabili. 16. mars 2016 15:15 Hagnaður GAMMA eykst GAMMA hagnaðist um 416,6 milljónir króna á árinu 2015. 4. maí 2016 12:56 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
GAMMA Capital Management og Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu frá samstarfssamningi í dag þess efnis að GAMMA verður áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samningurinn gildir til september 2020 og styrkir GAMMA hljómsveitina um tæplega 90 milljónir króna næstu fjögur ár. Samningurinn var undirritaður á æfingu hljómsveitarinnar í Hörpu fyrir fyrstu tónleika undir stjórn nýs hljómsveitarstjóra, Yan Pascal Tortelier. Tortelier er tíundi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar frá því hún tók til starfa árið 1950. Ragnar Jónasson, yfirlögfræðingur GAMMA og rithöfundur, og Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, skrifuðu undir samkomulagið. GAMMA hefur verið styrktaraðili hljómsveitarinnar frá árinu 2011 og aðalbakhjarl starfseminnar frá 2013. „Samstarfið við Sinfóníuhljómsveitina hefur verið langt og farsælt, við lok samningsins hefur GAMMA verið styrktaraðili hljómsveitarinnar í tæpan áratug. Það er metnaður okkar að geta stutt áfram vel við menningu og listir í landinu og einkar ánægjulegt að geta staðið við bakið á okkar öflugasta tónlistarfólki. Sinfóníuhljómsveitin er í fremstu röð og vakið heimsathygli fyrir frábæran tónlistarflutning. Við erum stolt af því að geta lagt okkar á vogarskálirnar til að svo verði áfram,“ er haft eftir Gísla Haukssyni, forstjóri GAMMA, í tilkynningu. Við undirskrift samningsins sagði Arna Kristín Einarsdóttir: „Það er mikils virði fyrir Sinfóníuhljómsveitina að eiga að öflugan bakhjarl líkt og GAMMA. Samstarfið hefur verið mjög ánægjulegt, maður finnur sannarlega mikinn áhuga að baki stuðningnum við hljómsveitina sem er afar dýrmætt fyrir okkur og menningu landsins.“
Tengdar fréttir Hið íslenska bókmenntafélag í samstarf með GAMMA Fjármálafyrirtækið GAMMA og Hið íslenska bókmenntafélag skrifuðu undir samstarfssamning í dag í Gallery GAMMA þess efnis að GAMMA gerist bakhjarl félagsins til næstu fjögurra ára og styrki félagið um 20 milljónir króna á því tímabili. 16. mars 2016 15:15 Hagnaður GAMMA eykst GAMMA hagnaðist um 416,6 milljónir króna á árinu 2015. 4. maí 2016 12:56 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hið íslenska bókmenntafélag í samstarf með GAMMA Fjármálafyrirtækið GAMMA og Hið íslenska bókmenntafélag skrifuðu undir samstarfssamning í dag í Gallery GAMMA þess efnis að GAMMA gerist bakhjarl félagsins til næstu fjögurra ára og styrki félagið um 20 milljónir króna á því tímabili. 16. mars 2016 15:15