Stefán: Vonandi hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2016 06:30 Stefán er klár í slaginn. vísir/anton Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira