Tryggjum áfram styrka hagstjórn Helga Ingólfsdóttir skrifar 9. september 2016 07:00 Ágæti kjósandi. Framundan er prófkjör þar sem fram fer val fulltrúa á lista Sjálfstæðisflokkins fyrir komandi alþingiskosningar. Ég hvet þig til þess að taka þátt í prófkjörinu og nýta þannig rétt þinn til þess að velja þá fulltrúa sem þú treystir best til að axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga. Að mínu mati er mikilvægasta verkefnið á komandi misserum að tryggja áframhaldandi styrka hagstjórn þar sem áhersla er lögð á jöfnuð og réttlæti með langtímahagsmuni hins almenna launþega í fyrirrúmi. Ég vil beita mér fyrir því að lífskjör á Íslandi verði betri með aukinni framleiðni, styttri vinnutíma og hærri meðallaunum. Síðustu þrú ár hef ég verið stjórnarmaður í VR, einu stærsta stéttarfélagi landsins, og er þar formaður jafnréttisnefndar félagsins. Kjaramál eru mér því hugleikin en sú láglaunastefna sem rekin er á Íslandi hugnast mér ekki. Ég vil sjá launastefnu sem drifin er áfram af arðsemi starfsgreina með það meginmarkmið að á Íslandi verði meðallaun hærri og dugi vel til framfærslu. Ennfremur vil ég beita mér fyrir því að jafnlaunastaðall verði innleiddur í opinberum rekstri til þess að útrýma kynbundnum launamun hjá opinberum stofnunum. Ég tel að reynsla mín af sveitarstjórnarmálum geti nýst vel á Alþingi. Undanfarin 6 ár hef ég verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og hef í störfum mínum öðlast víðtæka þekkingu á fjölmörgum málaflokkum sem snúa að hagsmunum íbúa og umhverfis. Ég er nú formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs, varaformaður í Fjölskylduráði, formaður verkefnisstjórnar um byggingu hjúkrunarheimils og formaður starfshóps um uppbyggingu á Ásvöllum. Ég gef kost á mér í 2.–4. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 10. september og óska eftir stuðningi þínum til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ágæti kjósandi. Framundan er prófkjör þar sem fram fer val fulltrúa á lista Sjálfstæðisflokkins fyrir komandi alþingiskosningar. Ég hvet þig til þess að taka þátt í prófkjörinu og nýta þannig rétt þinn til þess að velja þá fulltrúa sem þú treystir best til að axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga. Að mínu mati er mikilvægasta verkefnið á komandi misserum að tryggja áframhaldandi styrka hagstjórn þar sem áhersla er lögð á jöfnuð og réttlæti með langtímahagsmuni hins almenna launþega í fyrirrúmi. Ég vil beita mér fyrir því að lífskjör á Íslandi verði betri með aukinni framleiðni, styttri vinnutíma og hærri meðallaunum. Síðustu þrú ár hef ég verið stjórnarmaður í VR, einu stærsta stéttarfélagi landsins, og er þar formaður jafnréttisnefndar félagsins. Kjaramál eru mér því hugleikin en sú láglaunastefna sem rekin er á Íslandi hugnast mér ekki. Ég vil sjá launastefnu sem drifin er áfram af arðsemi starfsgreina með það meginmarkmið að á Íslandi verði meðallaun hærri og dugi vel til framfærslu. Ennfremur vil ég beita mér fyrir því að jafnlaunastaðall verði innleiddur í opinberum rekstri til þess að útrýma kynbundnum launamun hjá opinberum stofnunum. Ég tel að reynsla mín af sveitarstjórnarmálum geti nýst vel á Alþingi. Undanfarin 6 ár hef ég verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og hef í störfum mínum öðlast víðtæka þekkingu á fjölmörgum málaflokkum sem snúa að hagsmunum íbúa og umhverfis. Ég er nú formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs, varaformaður í Fjölskylduráði, formaður verkefnisstjórnar um byggingu hjúkrunarheimils og formaður starfshóps um uppbyggingu á Ásvöllum. Ég gef kost á mér í 2.–4. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 10. september og óska eftir stuðningi þínum til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar