Þarf að borga tvöfalt til að berja Bieber augum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. september 2016 07:00 Rut Þorsteinsdóttir notar ekki hjólastól dagsdaglega en hefur ekki þrótt í langar ferðir eða heila tónleika án hans. vísir/stefán Aðstoðarmanneskja Rutar Þorsteinsdóttur, konu með CP-fötlun, fær ekki að fylgja henni á tónleika Justins Bieber nema að keyptur sé sérstakur miði fyrir hana. Rut þarf því að kaupa tvo miða til að komast á tónleikana. Síðari tónleikar kanadíska popparans í Kópavogi fara fram í kvöld. Áætlað er að nærri 40.000 gestir verði á tvennum tónleikunum. „Þetta er afar hamlandi fyrir mig og þýðir að ég þarf að borga rúmlega þrjátíu þúsund krónur til að komast á tónleikana,“ segir Rut. Þegar Rut og fjölskylda hennar ræddu við Senu fengust þau svör að ekkert væri hægt að gera, ef Rut vildi fara á tónleikana þyrfti hún að kaupa annan miða.Sjá einnig:Mismunun tónleikagesta Víða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, er sá háttur hafður á að aðstoðarmenn þroska- eða hreyfihamlaðra fái að fara með á tónleikana í fylgd með tónleikagestinum án sérstakrar greiðslu. Síðastliðinn vetur var Rut til að mynda í samskiptum við skipuleggjendur Eurovision og hefði hún látið verða af því að fara til Stokkhólms hefði aðstoðarmaðurinn fylgt með. CP-fötlun hefur stundum verið kölluð heilalömun á íslensku. Sjúkdómurinn er ein algengasta tegund hreyfihömlunar. irtingarmynd hans er afar mismunandi. Sumir sem glíma við hann þroskast næstum eðlilega en aðrir þurfa aðstoð við nánast allar athafnir daglegs lífs. „Ég þarf til dæmis ekki að nota hjólastól en ég hef ekki þrótt til að ganga lengi eða standa heila tónleika án aðstoðar,“ segir Rut. Af þeim sökum er hún ekki með liðveislu frá sveitarfélagi sínu eða aðstoðarmann í gegnum NPA. Slíkir aðstoðarmenn fá kostnað af tónleikum endurgreiddan. Á stærri tónleikum er að finna sérstakan pall fyrir einstaklinga með fötlun. Rut segir mjög misjafnt hvar slíkur pallur er staðsettur. „Þegar við fórum á Justin Timberlake var pallurinn alveg aftast í salnum. Ég kann betur við aðstöðuna í Laugardalshöllinni. Þar er pallurinn á milli stæðisins og stúkunnar og að auki eru stólar fyrir fylgdarmennina. Aðstaðan þar er betri en þar þarftu einnig að borga fyrir aðstoðarmanneskjuna,“ segir Rut. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20 Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Justin Beiber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukktíma. 8. september 2016 22:44 Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. 8. september 2016 13:39 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Aðstoðarmanneskja Rutar Þorsteinsdóttur, konu með CP-fötlun, fær ekki að fylgja henni á tónleika Justins Bieber nema að keyptur sé sérstakur miði fyrir hana. Rut þarf því að kaupa tvo miða til að komast á tónleikana. Síðari tónleikar kanadíska popparans í Kópavogi fara fram í kvöld. Áætlað er að nærri 40.000 gestir verði á tvennum tónleikunum. „Þetta er afar hamlandi fyrir mig og þýðir að ég þarf að borga rúmlega þrjátíu þúsund krónur til að komast á tónleikana,“ segir Rut. Þegar Rut og fjölskylda hennar ræddu við Senu fengust þau svör að ekkert væri hægt að gera, ef Rut vildi fara á tónleikana þyrfti hún að kaupa annan miða.Sjá einnig:Mismunun tónleikagesta Víða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, er sá háttur hafður á að aðstoðarmenn þroska- eða hreyfihamlaðra fái að fara með á tónleikana í fylgd með tónleikagestinum án sérstakrar greiðslu. Síðastliðinn vetur var Rut til að mynda í samskiptum við skipuleggjendur Eurovision og hefði hún látið verða af því að fara til Stokkhólms hefði aðstoðarmaðurinn fylgt með. CP-fötlun hefur stundum verið kölluð heilalömun á íslensku. Sjúkdómurinn er ein algengasta tegund hreyfihömlunar. irtingarmynd hans er afar mismunandi. Sumir sem glíma við hann þroskast næstum eðlilega en aðrir þurfa aðstoð við nánast allar athafnir daglegs lífs. „Ég þarf til dæmis ekki að nota hjólastól en ég hef ekki þrótt til að ganga lengi eða standa heila tónleika án aðstoðar,“ segir Rut. Af þeim sökum er hún ekki með liðveislu frá sveitarfélagi sínu eða aðstoðarmann í gegnum NPA. Slíkir aðstoðarmenn fá kostnað af tónleikum endurgreiddan. Á stærri tónleikum er að finna sérstakan pall fyrir einstaklinga með fötlun. Rut segir mjög misjafnt hvar slíkur pallur er staðsettur. „Þegar við fórum á Justin Timberlake var pallurinn alveg aftast í salnum. Ég kann betur við aðstöðuna í Laugardalshöllinni. Þar er pallurinn á milli stæðisins og stúkunnar og að auki eru stólar fyrir fylgdarmennina. Aðstaðan þar er betri en þar þarftu einnig að borga fyrir aðstoðarmanneskjuna,“ segir Rut. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20 Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Justin Beiber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukktíma. 8. september 2016 22:44 Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. 8. september 2016 13:39 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20
Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Justin Beiber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukktíma. 8. september 2016 22:44
Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. 8. september 2016 13:39