Leiðinlegasti pabbi í heimi Birgir Örn Guðjónsson skrifar 9. september 2016 10:29 Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það? Það getur samt verið erfitt að útskýra þetta fyrir tíu ára stelpu sem er alveg að verða sextán. Það er samt auðvelt að segja henni að reglur samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat banna börnum yngri en 13 að skrá sig þar inn. Hún getur ekkert sagt við því. Það er ekki mitt mál þótt aðrir virði ekki þær reglur. Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það? Það getur samt verið erfitt að útskýra þetta fyrir tíu ára stelpu sem er alveg að verða sextán. Það er samt auðvelt að segja henni að reglur samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat banna börnum yngri en 13 að skrá sig þar inn. Hún getur ekkert sagt við því. Það er ekki mitt mál þótt aðrir virði ekki þær reglur. Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar