Leiðinlegasti pabbi í heimi Birgir Örn Guðjónsson skrifar 9. september 2016 10:29 Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það? Það getur samt verið erfitt að útskýra þetta fyrir tíu ára stelpu sem er alveg að verða sextán. Það er samt auðvelt að segja henni að reglur samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat banna börnum yngri en 13 að skrá sig þar inn. Hún getur ekkert sagt við því. Það er ekki mitt mál þótt aðrir virði ekki þær reglur. Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það? Það getur samt verið erfitt að útskýra þetta fyrir tíu ára stelpu sem er alveg að verða sextán. Það er samt auðvelt að segja henni að reglur samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat banna börnum yngri en 13 að skrá sig þar inn. Hún getur ekkert sagt við því. Það er ekki mitt mál þótt aðrir virði ekki þær reglur. Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar