Mannsæmandi eftirlaun Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Við Íslendingar erum rík þjóð. Svo rík að allir ættu að búa við þokkaleg kjör á öllum stigum lífsins. Þrátt fyrir það horfum við á fólkið okkar nálgast efri ár vitandi að sumra bíður að lifa á eftirlaunagreiðslum sem ekki nægja fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu ætlum við að breyta. Í sumar hef ég átt bæði áhugaverða og góða fundi með baráttufólki fyrir betri stöðu eldri borgara. Við töluðum um vandamálin og tækifærin framundan. Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga. Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta: Hækka lágmarksgreiðslur. Greiða út hækkun frá 1. maí í ár. Koma á sveigjanlegum starfslokum. Einfalda almannatryggingakerfið. Afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lágmarksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og afturvirkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt. Með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar er þetta allt mögulegt. Það er forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það á skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík þjóð. Svo rík að allir ættu að búa við þokkaleg kjör á öllum stigum lífsins. Þrátt fyrir það horfum við á fólkið okkar nálgast efri ár vitandi að sumra bíður að lifa á eftirlaunagreiðslum sem ekki nægja fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu ætlum við að breyta. Í sumar hef ég átt bæði áhugaverða og góða fundi með baráttufólki fyrir betri stöðu eldri borgara. Við töluðum um vandamálin og tækifærin framundan. Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga. Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta: Hækka lágmarksgreiðslur. Greiða út hækkun frá 1. maí í ár. Koma á sveigjanlegum starfslokum. Einfalda almannatryggingakerfið. Afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lágmarksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og afturvirkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt. Með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar er þetta allt mögulegt. Það er forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það á skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.