Afkoma Arion banka undir væntingum Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2016 17:29 Arion Banki. Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Í tilkynningu frá bankanum segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion, að afkoma bankans fyrstu sex mánuði sé undir væntingum. Grunnrekstur bankans hafi gengið ágætlega en ytri aðstæður hafi verið óhagstæðar. Nefnir hann að fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, hafi verið undir væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. „Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi,“ segir Höskuldur í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Arðsemi eigin fjár var 9,5% samanborið við 22,8% fyrir sama tímabil árið 2015. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 2,8 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á fyrri helming ársins 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 2,8% samanborið við 9,8% á fyrri helming ársins 2015.Heildareignir námu 1.035,0 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.011,0 milljarða króna í árslok 2015 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,2 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 192,8 milljarða króna í árslok 2015. Efnahagur bankans er sterkur og lögð hefur verið áhersla á trygga lausafjárstöðu í aðdraganda afnáms fjármagnshafta.Eiginfjárhlutfall bankans í lok júní var 27,8% en var 24,2% í árslok 2015. Hlutfall eiginfjárþáttar A hækkaði og nam 26,8% samanborið við 23,4% í árslok 2015. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:„Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er undir væntingum. Grunnrekstur bankans gekk engu að síður ágætlega á tímabilinu en ytri aðstæður voru um margt óhagstæðar. Góður vöxtur var í útlánum, sérstaklega til fyrirtækja en lán bankans til fyrirtækja hafa aukist um 8% frá áramótum og hreinar vaxtatekjur aukast um 11%. Arion banki er vel búinn undir þær breytingar sem afnámi hafta fylgja, með traustan efnahag og sterka lausafjárstöðu.Aðstæður á fjármálamörkuðum á tímabilinu voru bankanum óhagstæðar. Þannig eru fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, undir okkar væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi.Arion banki hefur verið leiðandi íslenskra banka á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í nýrri fjármögnun. Í apríl gaf bankinn út öðru sinni skuldabréf í evrum til breiðs hóps fjárfesta á umtalsvert hagstæðari kjörum en fyrra skuldabréfið sem var gefið út fyrir um ári síðan. Þessar útgáfur hafa verið mjög vel heppnaðar og gengi þeirra á eftirmarkaði hefur sýnt að eftirspurn eftir útgáfu bankans er umtalsverð. Bankinn hefur sömuleiðis gefið út sértryggð skuldabréf og víxla á íslenska markaðnum sem hefur verið vel tekið.“ Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Í tilkynningu frá bankanum segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion, að afkoma bankans fyrstu sex mánuði sé undir væntingum. Grunnrekstur bankans hafi gengið ágætlega en ytri aðstæður hafi verið óhagstæðar. Nefnir hann að fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, hafi verið undir væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. „Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi,“ segir Höskuldur í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Arðsemi eigin fjár var 9,5% samanborið við 22,8% fyrir sama tímabil árið 2015. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 2,8 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á fyrri helming ársins 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 2,8% samanborið við 9,8% á fyrri helming ársins 2015.Heildareignir námu 1.035,0 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.011,0 milljarða króna í árslok 2015 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,2 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 192,8 milljarða króna í árslok 2015. Efnahagur bankans er sterkur og lögð hefur verið áhersla á trygga lausafjárstöðu í aðdraganda afnáms fjármagnshafta.Eiginfjárhlutfall bankans í lok júní var 27,8% en var 24,2% í árslok 2015. Hlutfall eiginfjárþáttar A hækkaði og nam 26,8% samanborið við 23,4% í árslok 2015. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:„Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er undir væntingum. Grunnrekstur bankans gekk engu að síður ágætlega á tímabilinu en ytri aðstæður voru um margt óhagstæðar. Góður vöxtur var í útlánum, sérstaklega til fyrirtækja en lán bankans til fyrirtækja hafa aukist um 8% frá áramótum og hreinar vaxtatekjur aukast um 11%. Arion banki er vel búinn undir þær breytingar sem afnámi hafta fylgja, með traustan efnahag og sterka lausafjárstöðu.Aðstæður á fjármálamörkuðum á tímabilinu voru bankanum óhagstæðar. Þannig eru fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, undir okkar væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi.Arion banki hefur verið leiðandi íslenskra banka á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í nýrri fjármögnun. Í apríl gaf bankinn út öðru sinni skuldabréf í evrum til breiðs hóps fjárfesta á umtalsvert hagstæðari kjörum en fyrra skuldabréfið sem var gefið út fyrir um ári síðan. Þessar útgáfur hafa verið mjög vel heppnaðar og gengi þeirra á eftirmarkaði hefur sýnt að eftirspurn eftir útgáfu bankans er umtalsverð. Bankinn hefur sömuleiðis gefið út sértryggð skuldabréf og víxla á íslenska markaðnum sem hefur verið vel tekið.“
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira