Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta er annað skiptið á síðustu þremur leikjum sem liðið hans Guðmundar spilar um Ólympíugullið. Danir unnu eins marks sigur á Pólverjum í framlengdum undanúrslitaleik, 29-28, og mæta Frökkum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það voru einmitt Frakkar sem unnu Ísland í úrslitaleiknum á ÓL í Peking 2008. Pólverjar mæta á undan Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í leiknum um bronsið en Þjóðverjar töpuðu með einu marki á móti Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í leiknum og Niklas Landin varði vel á mikilvægum augnablikum. Morten Olsen átti líka fínan leik og skoraði 7 mörk. Guðmundur vann þarna sigur á Talant Duyshebaev, þjálfara Pólverja, og leiddist það ekki enda hafa þeir ekki verið bestu vinir. Danir lögðu gruninn að sigrinum í framlengingunni með góðum fyrri hálfleik þar sem þeir komust þremur mörkum yfir og komust upp með það að skora ekki í seinni hálfleik hennar. Danir byrjuðu mjög vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé eftir að Pólverjum tókst að jafna í 9-9 og í kjölfarið komust Danir tvisvar fjórum mörkum yfir, í 14-10 og 15-11. Pólverjar svöruðu þá með því að skora fjögur mörk í röð og jafna metin í 15-15. Kasper Söndergaard skoraði hinsvegar lokamark hálfleiksins og sá til þess að Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15. Piotr Wyszomirski kom inn í mark Pólverja um miðjan fyrri hálfleik og átti heldur betur eftir að reynast danska liðinu erfiður. Hann lokaði markinu í upphafi seinni hálfleiks og varði síðan jafnt og þétt út allan hálfleikinn. Piotr Wyszomirski varði 6 af fyrstu 9 skotum Dana í seinni hálfleik, Pólverjar unnu upphafskafla hálfleiksins 4-1 og komust í 19-17. Danir svöruðu en leikurinn var annars jafn allan seinni hálfleikinn og liðin skiptust á því að hafa forystuna. Rene Toft Hansen fiskaði víti 39 sekúndum fyrir leikslok og Mikkel Hansen kom Dönum þá einu marki yfir, 25-24. Pólverjar fengu lokasóknina og hornamaðurinn Michal Daszek náði að jafna með mögnuðu langskoti. Það varð því að framlengja leikinn. Danir skoruðu þrjú fyrstu mörk framlengingarinnar á saman tíma og Niklas Landin var í stuði í markinu. Mikkel Hansen kom Dönum síðan í 29-26 fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar en hann var þá að skora sitt tíunda mark í leiknum. Pólverjar skoruðu bæði mörkin í seinni hálfleik framlengingarinnar en það var ekki nóg og þeir spila því um bronsið við Dag Sigurðsson og lærisveina hans. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta er annað skiptið á síðustu þremur leikjum sem liðið hans Guðmundar spilar um Ólympíugullið. Danir unnu eins marks sigur á Pólverjum í framlengdum undanúrslitaleik, 29-28, og mæta Frökkum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Það voru einmitt Frakkar sem unnu Ísland í úrslitaleiknum á ÓL í Peking 2008. Pólverjar mæta á undan Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í leiknum um bronsið en Þjóðverjar töpuðu með einu marki á móti Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í leiknum og Niklas Landin varði vel á mikilvægum augnablikum. Morten Olsen átti líka fínan leik og skoraði 7 mörk. Guðmundur vann þarna sigur á Talant Duyshebaev, þjálfara Pólverja, og leiddist það ekki enda hafa þeir ekki verið bestu vinir. Danir lögðu gruninn að sigrinum í framlengingunni með góðum fyrri hálfleik þar sem þeir komust þremur mörkum yfir og komust upp með það að skora ekki í seinni hálfleik hennar. Danir byrjuðu mjög vel og skoruðu þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé eftir að Pólverjum tókst að jafna í 9-9 og í kjölfarið komust Danir tvisvar fjórum mörkum yfir, í 14-10 og 15-11. Pólverjar svöruðu þá með því að skora fjögur mörk í röð og jafna metin í 15-15. Kasper Söndergaard skoraði hinsvegar lokamark hálfleiksins og sá til þess að Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15. Piotr Wyszomirski kom inn í mark Pólverja um miðjan fyrri hálfleik og átti heldur betur eftir að reynast danska liðinu erfiður. Hann lokaði markinu í upphafi seinni hálfleiks og varði síðan jafnt og þétt út allan hálfleikinn. Piotr Wyszomirski varði 6 af fyrstu 9 skotum Dana í seinni hálfleik, Pólverjar unnu upphafskafla hálfleiksins 4-1 og komust í 19-17. Danir svöruðu en leikurinn var annars jafn allan seinni hálfleikinn og liðin skiptust á því að hafa forystuna. Rene Toft Hansen fiskaði víti 39 sekúndum fyrir leikslok og Mikkel Hansen kom Dönum þá einu marki yfir, 25-24. Pólverjar fengu lokasóknina og hornamaðurinn Michal Daszek náði að jafna með mögnuðu langskoti. Það varð því að framlengja leikinn. Danir skoruðu þrjú fyrstu mörk framlengingarinnar á saman tíma og Niklas Landin var í stuði í markinu. Mikkel Hansen kom Dönum síðan í 29-26 fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar en hann var þá að skora sitt tíunda mark í leiknum. Pólverjar skoruðu bæði mörkin í seinni hálfleik framlengingarinnar en það var ekki nóg og þeir spila því um bronsið við Dag Sigurðsson og lærisveina hans.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira