Íslenskir þjálfarar hirtu helming verðlaunanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2016 09:30 Dagur, Guðmundur og Þórir. Samsett mynd/Vísir/Anton Þó svo að Ísland hafi ekki átt handboltalið á Ólympíuleikunum í Ríó, hvorki í karla- né kvennaflokki, unnu lið íslenskra þjálfara til helming verðlaunanna sem í boði voru. Guðmundur Guðmundsson er orðinn þjóðhetja í Danmörku eftir að Danir unnu sín fyrstu gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum frá upphafi. Gærdagurinn var því ein stærsta stund í danskri íþróttasögu. Danir unnu heimsmeistara Frakka sem höfðu unnið gull á síðustu tveimur Ólympíuleikum á undan og hvert stórmótið á fætur öðru þar fyrir utan. Íslenskir þjálfarar áttu svo bæði bronsliðin. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera frábæra hluta með þýska landsliðið sem hafði verið í mikilli lægð áður en Dagur tók við liðinu. Þjóðverjar unnu Pólverja í leiknum um bronsið og kórónuðu þar með frábært ár eftir að hafa orðið afar óvænt Evrópumeistarar í upphafi ársins. Þá hélt velgengni norska kvennalandsliðsins áfram undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið vann brons eftir að hafa tapað fyrir verðandi Ólympíumeisturum Rússlands í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik. Norðmenn eru þó einnig ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Það eru þó aðeins íþróttamennirnir sjálfir sem fá verðlaunapening um hálsinn á Ólympíuleikum og verða því þjálfararnir að láta sér heiðurinn duga. Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. 20. ágúst 2016 15:54 Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið. 21. ágúst 2016 15:02 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15 Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. 20. ágúst 2016 16:42 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Þó svo að Ísland hafi ekki átt handboltalið á Ólympíuleikunum í Ríó, hvorki í karla- né kvennaflokki, unnu lið íslenskra þjálfara til helming verðlaunanna sem í boði voru. Guðmundur Guðmundsson er orðinn þjóðhetja í Danmörku eftir að Danir unnu sín fyrstu gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum frá upphafi. Gærdagurinn var því ein stærsta stund í danskri íþróttasögu. Danir unnu heimsmeistara Frakka sem höfðu unnið gull á síðustu tveimur Ólympíuleikum á undan og hvert stórmótið á fætur öðru þar fyrir utan. Íslenskir þjálfarar áttu svo bæði bronsliðin. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera frábæra hluta með þýska landsliðið sem hafði verið í mikilli lægð áður en Dagur tók við liðinu. Þjóðverjar unnu Pólverja í leiknum um bronsið og kórónuðu þar með frábært ár eftir að hafa orðið afar óvænt Evrópumeistarar í upphafi ársins. Þá hélt velgengni norska kvennalandsliðsins áfram undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið vann brons eftir að hafa tapað fyrir verðandi Ólympíumeisturum Rússlands í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik. Norðmenn eru þó einnig ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Það eru þó aðeins íþróttamennirnir sjálfir sem fá verðlaunapening um hálsinn á Ólympíuleikum og verða því þjálfararnir að láta sér heiðurinn duga.
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. 20. ágúst 2016 15:54 Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið. 21. ágúst 2016 15:02 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15 Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. 20. ágúst 2016 16:42 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. 20. ágúst 2016 15:54
Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið. 21. ágúst 2016 15:02
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15
Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. 20. ágúst 2016 16:42