Bjarni segir leikskólasamlíkingu sína misheppnaða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2016 16:05 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ummæli sín um að ekki mætti hafa hlutina í ríkisstjórn eins og á leikskóla þannig að hver berji í borðið þangað til hann fái sitt hafi verið misheppnuð. Þetta hafi leikskólakennarar bent honum á. „Varðandi leikskólasamlíkinguna þá held ég að hún hafi verið misheppnuð hjá mér,“ sagði Bjarni á þingi í dag. „Það mátti misskilja það að ég teldi að á leikskólum gæti menn fengið sitt fram með því að berja í borðið. Það er auðvitað ekki þannig eins og sumir leikskólakennarar hafa bent mér á,“ og uppskar Bjarni hlátrasköll á þinginu. Bjarni lét ummæli sín um að ekki væri hægt að hafa hlutina eins og á leikskóla falla eftir að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við afgreiðslu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í síðustu viku, að eigin sögn vegna þess að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði orð Bjarna að umræðuefni á þingi í dag og spurði, í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi lagt áherslu á að vinnubrögðin á þingi mættu ekki vera eins og á leikskóla, hvort ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar og hvort stæði til að afgreiða það á yfirstandandi þingi. Svaraði Bjarni því að viðkomandi frumvarp lægi frammi á vef velferðarráðuneytisins og hann biði þess að ráðherra þess málaflokks, Eygló Harðardóttir, myndi tefla því fram í ríkisstjórn. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni segir ummæli Eyglóar ódýrt tal Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. 19. ágúst 2016 19:00 Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ummæli sín um að ekki mætti hafa hlutina í ríkisstjórn eins og á leikskóla þannig að hver berji í borðið þangað til hann fái sitt hafi verið misheppnuð. Þetta hafi leikskólakennarar bent honum á. „Varðandi leikskólasamlíkinguna þá held ég að hún hafi verið misheppnuð hjá mér,“ sagði Bjarni á þingi í dag. „Það mátti misskilja það að ég teldi að á leikskólum gæti menn fengið sitt fram með því að berja í borðið. Það er auðvitað ekki þannig eins og sumir leikskólakennarar hafa bent mér á,“ og uppskar Bjarni hlátrasköll á þinginu. Bjarni lét ummæli sín um að ekki væri hægt að hafa hlutina eins og á leikskóla falla eftir að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við afgreiðslu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í síðustu viku, að eigin sögn vegna þess að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði orð Bjarna að umræðuefni á þingi í dag og spurði, í ljósi þess að fjármálaráðherra hafi lagt áherslu á að vinnubrögðin á þingi mættu ekki vera eins og á leikskóla, hvort ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar og hvort stæði til að afgreiða það á yfirstandandi þingi. Svaraði Bjarni því að viðkomandi frumvarp lægi frammi á vef velferðarráðuneytisins og hann biði þess að ráðherra þess málaflokks, Eygló Harðardóttir, myndi tefla því fram í ríkisstjórn.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni segir ummæli Eyglóar ódýrt tal Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. 19. ágúst 2016 19:00 Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Bjarni segir ummæli Eyglóar ódýrt tal Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. 19. ágúst 2016 19:00
Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56