Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2016 08:41 Vísir/AFP Tyrkneskum skriðdrekum hefur verið ekið inn í Sýrland þar sem þeir skjóta nú á skotmörk við bæinn Jarablus við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum taka þátt í sókninni, sem og tyrkneskir sérsveitarmenn en bærinn er í haldi Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa einnig komið að aðgerðinni, sem nefnist Efratskjöldurinn, með loftárásum gegn ISIS. Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“, en talið er að þar eigi Tyrkir við Kúrda í Sýrlandi (YPG) sem yfirvöld í Ankara skilgreina sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. YPG á í nánu samstarfi við Bandaríkin, sem einnig eru bandamenn Tyrklands. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og lagt undir sig stór svæði við landamæri Tyrklands og eru Tyrkir ekki sáttir við það. Tyrkir hafa sakað Kúrda í Sýrlandi um að vilja stofna eigið ríki. Kúrdar í Tyrklandi hafa um árabil staðið í uppreisn sem miðar að því að stofna eigið ríki.Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn til Tyrklands og mun hann funda með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Stærsta málefni fundar þeirra verður að finna upp á sameiginlegri áætlun í Sýrlandi. Þeir uppreisnarhópar sem Tyrkir hafa stutt við bakið á haafpfa átt í miklum vandræðum í baráttunni við ISIS og stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Erdogan ætlar einnig að fara fram á að Bandaríkin framselji klerkinn Gulen sem hann hefur sakað um að standa að baki valdaránstilraun þar í landi í síðasta mánuði. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Tyrkneskum skriðdrekum hefur verið ekið inn í Sýrland þar sem þeir skjóta nú á skotmörk við bæinn Jarablus við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum taka þátt í sókninni, sem og tyrkneskir sérsveitarmenn en bærinn er í haldi Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa einnig komið að aðgerðinni, sem nefnist Efratskjöldurinn, með loftárásum gegn ISIS. Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“, en talið er að þar eigi Tyrkir við Kúrda í Sýrlandi (YPG) sem yfirvöld í Ankara skilgreina sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi. YPG á í nánu samstarfi við Bandaríkin, sem einnig eru bandamenn Tyrklands. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og lagt undir sig stór svæði við landamæri Tyrklands og eru Tyrkir ekki sáttir við það. Tyrkir hafa sakað Kúrda í Sýrlandi um að vilja stofna eigið ríki. Kúrdar í Tyrklandi hafa um árabil staðið í uppreisn sem miðar að því að stofna eigið ríki.Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn til Tyrklands og mun hann funda með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Stærsta málefni fundar þeirra verður að finna upp á sameiginlegri áætlun í Sýrlandi. Þeir uppreisnarhópar sem Tyrkir hafa stutt við bakið á haafpfa átt í miklum vandræðum í baráttunni við ISIS og stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Erdogan ætlar einnig að fara fram á að Bandaríkin framselji klerkinn Gulen sem hann hefur sakað um að standa að baki valdaránstilraun þar í landi í síðasta mánuði.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig 23. ágúst 2016 07:00