Minnst átta lögregluþjónar féllu í sprengjuárás Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2016 07:28 Hörð átök hafa reglulega blossað upp í Cizre. Vísir/AFP Að minnsta kosti átta lögregluþjónar létust og 45 særðust þegar bílsprengja sprakk rétt fyrir utan lögreglustöð í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Sprengingin var öflug og er byggingin, sem er nokkurra hæða, nánast rústir einar. Ekki er vitað hverjir eiga sök á árásinni en tyrkneskir fjölmiðlar telja að um hafi verið að ræða Verkamannaflokk Kúrda, PKK. PKK hefur barist fyrir sjálfstæði Kúrda í þessum hluta landsins í um þrjá áratugi. Flokkurinn hefur ítrekað beint árásum sínum að tyrkneskum öryggissveitum, allt frá því að vopnahlé fór út um þúfur í júlí 2015. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni.Útgöngubanni hefur nokkrum sinnum verið komið á í Cizre á þessu ári vegna aðgerða hersins gegn PKK. Þá segir BBC frá því að Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafi farið fram á að rannsókn fari fram á dauða rúmlega hundrað manns sem brunnu inni þar sem þau leituðu skjóls í kjallara í borginni. Rúmlega 40 þúsund manns hafa látið lífið í frelsisbaráttu PKK síðustu 30 ár og þar af lang mest Kúrdar.Óttast velgengni Kúrda Tyrkir réðust inn í Sýrland í fyrrdag til þess að stöðva framsókn sýrlenskra Kúrda (YPG) með landamærum Sýrlands og Tyrklands. Stjórnvöld í Ankara líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og segja þau tengd PKK. Óttast er að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti ýtt undir baráttu Kúrda í Tyrklandi.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Tyrkir eiga einnig í bardögum við vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi þar sem þeir styðja við bakið á uppreisnarhópum. ISIS hafa gert fjölmargar og mannskæðar árásir í Tyrklandi á síðastlinum árum. Mið-Austurlönd Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Að minnsta kosti átta lögregluþjónar létust og 45 særðust þegar bílsprengja sprakk rétt fyrir utan lögreglustöð í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Sprengingin var öflug og er byggingin, sem er nokkurra hæða, nánast rústir einar. Ekki er vitað hverjir eiga sök á árásinni en tyrkneskir fjölmiðlar telja að um hafi verið að ræða Verkamannaflokk Kúrda, PKK. PKK hefur barist fyrir sjálfstæði Kúrda í þessum hluta landsins í um þrjá áratugi. Flokkurinn hefur ítrekað beint árásum sínum að tyrkneskum öryggissveitum, allt frá því að vopnahlé fór út um þúfur í júlí 2015. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni.Útgöngubanni hefur nokkrum sinnum verið komið á í Cizre á þessu ári vegna aðgerða hersins gegn PKK. Þá segir BBC frá því að Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafi farið fram á að rannsókn fari fram á dauða rúmlega hundrað manns sem brunnu inni þar sem þau leituðu skjóls í kjallara í borginni. Rúmlega 40 þúsund manns hafa látið lífið í frelsisbaráttu PKK síðustu 30 ár og þar af lang mest Kúrdar.Óttast velgengni Kúrda Tyrkir réðust inn í Sýrland í fyrrdag til þess að stöðva framsókn sýrlenskra Kúrda (YPG) með landamærum Sýrlands og Tyrklands. Stjórnvöld í Ankara líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og segja þau tengd PKK. Óttast er að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti ýtt undir baráttu Kúrda í Tyrklandi.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Tyrkir eiga einnig í bardögum við vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi þar sem þeir styðja við bakið á uppreisnarhópum. ISIS hafa gert fjölmargar og mannskæðar árásir í Tyrklandi á síðastlinum árum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira