Minnst átta lögregluþjónar féllu í sprengjuárás Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2016 07:28 Hörð átök hafa reglulega blossað upp í Cizre. Vísir/AFP Að minnsta kosti átta lögregluþjónar létust og 45 særðust þegar bílsprengja sprakk rétt fyrir utan lögreglustöð í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Sprengingin var öflug og er byggingin, sem er nokkurra hæða, nánast rústir einar. Ekki er vitað hverjir eiga sök á árásinni en tyrkneskir fjölmiðlar telja að um hafi verið að ræða Verkamannaflokk Kúrda, PKK. PKK hefur barist fyrir sjálfstæði Kúrda í þessum hluta landsins í um þrjá áratugi. Flokkurinn hefur ítrekað beint árásum sínum að tyrkneskum öryggissveitum, allt frá því að vopnahlé fór út um þúfur í júlí 2015. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni.Útgöngubanni hefur nokkrum sinnum verið komið á í Cizre á þessu ári vegna aðgerða hersins gegn PKK. Þá segir BBC frá því að Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafi farið fram á að rannsókn fari fram á dauða rúmlega hundrað manns sem brunnu inni þar sem þau leituðu skjóls í kjallara í borginni. Rúmlega 40 þúsund manns hafa látið lífið í frelsisbaráttu PKK síðustu 30 ár og þar af lang mest Kúrdar.Óttast velgengni Kúrda Tyrkir réðust inn í Sýrland í fyrrdag til þess að stöðva framsókn sýrlenskra Kúrda (YPG) með landamærum Sýrlands og Tyrklands. Stjórnvöld í Ankara líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og segja þau tengd PKK. Óttast er að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti ýtt undir baráttu Kúrda í Tyrklandi.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Tyrkir eiga einnig í bardögum við vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi þar sem þeir styðja við bakið á uppreisnarhópum. ISIS hafa gert fjölmargar og mannskæðar árásir í Tyrklandi á síðastlinum árum. Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Að minnsta kosti átta lögregluþjónar létust og 45 særðust þegar bílsprengja sprakk rétt fyrir utan lögreglustöð í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Sprengingin var öflug og er byggingin, sem er nokkurra hæða, nánast rústir einar. Ekki er vitað hverjir eiga sök á árásinni en tyrkneskir fjölmiðlar telja að um hafi verið að ræða Verkamannaflokk Kúrda, PKK. PKK hefur barist fyrir sjálfstæði Kúrda í þessum hluta landsins í um þrjá áratugi. Flokkurinn hefur ítrekað beint árásum sínum að tyrkneskum öryggissveitum, allt frá því að vopnahlé fór út um þúfur í júlí 2015. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni.Útgöngubanni hefur nokkrum sinnum verið komið á í Cizre á þessu ári vegna aðgerða hersins gegn PKK. Þá segir BBC frá því að Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafi farið fram á að rannsókn fari fram á dauða rúmlega hundrað manns sem brunnu inni þar sem þau leituðu skjóls í kjallara í borginni. Rúmlega 40 þúsund manns hafa látið lífið í frelsisbaráttu PKK síðustu 30 ár og þar af lang mest Kúrdar.Óttast velgengni Kúrda Tyrkir réðust inn í Sýrland í fyrrdag til þess að stöðva framsókn sýrlenskra Kúrda (YPG) með landamærum Sýrlands og Tyrklands. Stjórnvöld í Ankara líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og segja þau tengd PKK. Óttast er að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti ýtt undir baráttu Kúrda í Tyrklandi.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Tyrkir eiga einnig í bardögum við vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi þar sem þeir styðja við bakið á uppreisnarhópum. ISIS hafa gert fjölmargar og mannskæðar árásir í Tyrklandi á síðastlinum árum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira