Fyrsta dauðsfall Tyrkja í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2016 22:43 Tyrkneskir hermenn nærri Jarablus. Vísir/AFP Fyrsti tyrkneski hermaðurinn lét lífið í Sýrlandi í dag. Hann var um borð í skriðdreka sem eyðilagður var af bandamönnum Kúrda. Kúrdar segjast hafa eyðilagt þrjá skriðdreka Tyrkja en þrír menn eru særðir.Samkvæmt frétt Reuters hafa Kúrdar ekki tekið beinan þátt í átökunum sem blossuðu upp í dag, en þess í stað berjast Tyrkir við bandamenn Kúrda sem eru Arabar. Sýrlenskir Kúrdar og vopnaðir hópar Araba stofnuðu regnhlífarsamtökin SDF (Syrian Democratic Forces) til þess að berjast sameiginlega gegn Íslamska ríkinu í norðanverðu Sýrlandi. Aðgerðir Tyrkja hófust á miðvikudaginn og en innrásin er í raun gerð með sýrlenskum uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja með um 50 skriðdrekum, loftárásum og sérsveitarmönnum. Markmið aðgerðanna er tvíþætt. Það er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Tyrklands og koma í veg fyrir sókn sýrlenskra Kúdra vestur fyrir Efratána. SDF hafa tekið stóran hluta af norðanverðu Sýrlandi af vígamönnum Íslamska ríkisins með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Bæði YPG og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn ISIS. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Kúrdar yrðu að hörfa austur fyrir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við Kúrda. Aðgerðir Tyrkja hafa valdið mikilli spennu á svæðinu og bætt við hina miklu flækju fylkinga sem átökin í Sýrlandi eru. Mið-Austurlönd Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Fyrsti tyrkneski hermaðurinn lét lífið í Sýrlandi í dag. Hann var um borð í skriðdreka sem eyðilagður var af bandamönnum Kúrda. Kúrdar segjast hafa eyðilagt þrjá skriðdreka Tyrkja en þrír menn eru særðir.Samkvæmt frétt Reuters hafa Kúrdar ekki tekið beinan þátt í átökunum sem blossuðu upp í dag, en þess í stað berjast Tyrkir við bandamenn Kúrda sem eru Arabar. Sýrlenskir Kúrdar og vopnaðir hópar Araba stofnuðu regnhlífarsamtökin SDF (Syrian Democratic Forces) til þess að berjast sameiginlega gegn Íslamska ríkinu í norðanverðu Sýrlandi. Aðgerðir Tyrkja hófust á miðvikudaginn og en innrásin er í raun gerð með sýrlenskum uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja með um 50 skriðdrekum, loftárásum og sérsveitarmönnum. Markmið aðgerðanna er tvíþætt. Það er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Tyrklands og koma í veg fyrir sókn sýrlenskra Kúdra vestur fyrir Efratána. SDF hafa tekið stóran hluta af norðanverðu Sýrlandi af vígamönnum Íslamska ríkisins með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Bæði YPG og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn ISIS. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Kúrdar yrðu að hörfa austur fyrir Efratána. Annars myndu Bandaríkin hætta stuðningi sínum við Kúrda. Aðgerðir Tyrkja hafa valdið mikilli spennu á svæðinu og bætt við hina miklu flækju fylkinga sem átökin í Sýrlandi eru.
Mið-Austurlönd Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira