Breytum rétt Valgerður Bjarnadóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Varðhundar kerfisins og valdsins vilja helst engu breyta. Sumir þeirra átta sig á því að krafan um breytingar er svo sterk að eitthvað verður undan að láta. Þegar þeir átta sig upphefst talið um hina víðtæku sátt. Aðrir eiga að nálgast þeirra sjónarmið og fallast á sem minnstar breytingar – það er víðtæk sátt. Við eigum að halda ótrauð áfram við að berjast fyrir því að þjóðinni verði sett ný stjórnarskrá. Þrjú eða fjögur ný ákvæði í stjórnarskrá eru ekki svar við vilja fólksins um að fá nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðsins.Útrýmum fátækt Ég á mér uppáhaldskafla í tillögum Stjórnlagaráðsins. Það er kaflinn um mannréttindi. Í honum eru félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi færð í stjórnarskrána. Það er sannarlega kominn tími til kveða upp úr með að fátækt samræmist ekki grunngildum þjóðarinnar. Það er sannarlega kominn tími til að skylda ríkisvaldið til að útrýma fátækt. Það er sannarlega kominn tími til að tryggja í stjórnarskrá réttinn til almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Það er ekki hægt, segja einhverjir, það er of kostnaðarsamt. Auðvitað er hægt að útrýma hér fátækt og tryggja allt hitt, segi ég. Það er hægt með því að auðlindarentan renni til þjóðarinnar en ekki í vasa þeirra sem nýta þær. Það er hægt með því að þeir sem hafa hæstar tekjurnar borgi hlutfallslega mun hærri skatta en hinir. Það er hægt með því að stokka spilin og gefa upp á nýtt.Kröfur um nýja stjórnarskrá Það er stærsta og brýnasta verkefni næsta kjörtímabils að svara kröfum um nýja stjórnarskrá og um leið tryggja öllum þau réttindi sem mannréttindakafli frumvarps stjórnlagaráðsins kveður á um. Við erum rík þjóð, við höfum efni á þessu. Nýtum auðlindarentuna í þágu fólksins í stað þess að hún renni í vasa útgerðarmanna og álfyrirtækja. – Fyrir því vil ég berjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Varðhundar kerfisins og valdsins vilja helst engu breyta. Sumir þeirra átta sig á því að krafan um breytingar er svo sterk að eitthvað verður undan að láta. Þegar þeir átta sig upphefst talið um hina víðtæku sátt. Aðrir eiga að nálgast þeirra sjónarmið og fallast á sem minnstar breytingar – það er víðtæk sátt. Við eigum að halda ótrauð áfram við að berjast fyrir því að þjóðinni verði sett ný stjórnarskrá. Þrjú eða fjögur ný ákvæði í stjórnarskrá eru ekki svar við vilja fólksins um að fá nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðsins.Útrýmum fátækt Ég á mér uppáhaldskafla í tillögum Stjórnlagaráðsins. Það er kaflinn um mannréttindi. Í honum eru félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi færð í stjórnarskrána. Það er sannarlega kominn tími til kveða upp úr með að fátækt samræmist ekki grunngildum þjóðarinnar. Það er sannarlega kominn tími til að skylda ríkisvaldið til að útrýma fátækt. Það er sannarlega kominn tími til að tryggja í stjórnarskrá réttinn til almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Það er ekki hægt, segja einhverjir, það er of kostnaðarsamt. Auðvitað er hægt að útrýma hér fátækt og tryggja allt hitt, segi ég. Það er hægt með því að auðlindarentan renni til þjóðarinnar en ekki í vasa þeirra sem nýta þær. Það er hægt með því að þeir sem hafa hæstar tekjurnar borgi hlutfallslega mun hærri skatta en hinir. Það er hægt með því að stokka spilin og gefa upp á nýtt.Kröfur um nýja stjórnarskrá Það er stærsta og brýnasta verkefni næsta kjörtímabils að svara kröfum um nýja stjórnarskrá og um leið tryggja öllum þau réttindi sem mannréttindakafli frumvarps stjórnlagaráðsins kveður á um. Við erum rík þjóð, við höfum efni á þessu. Nýtum auðlindarentuna í þágu fólksins í stað þess að hún renni í vasa útgerðarmanna og álfyrirtækja. – Fyrir því vil ég berjast.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun