Hringrök um kvótauppboð Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis við fréttum af uppboði Færeyinga á aflaheimildum eru með þeim hætti þau hafa vakið hörð viðbrögð hagfræðinga og kallað fram (réttilega að mínu mati) ásakanir um hráa hagsmunagæslu fyrir stórútgerðina. Báðir telja fráleitt að Íslendingar fari sömu leið og frændur okkar Færeyingar við úthlutun aflaheimilda. Gefa þeir í skyn að uppboðstilraunin sé misheppnuð. Umræddar aflaheimildir hafi hafnað hjá sterkum stórútgerðum og erlendum aðilum, svo dæmi sé tekið, hætta sé á því að þetta komi sér „illa fyrir landsbyggðina“. Nú bregður nýrra við í röksemdafærslunni. Það sem þessir tveir og aðrir talsmenn útgerðarinnar hafa áður talið kvótakerfinu til ágætis og kallað hagræðingu og samlegð er nú dregið fram sem ámælisverð afleiðing uppboðsleiðar. Nú verja þeir veiðigjaldið sem þeir börðust hart á móti meðan verið var að koma því á (og þeir fengu lækkað að miklum mun því ekki mátti „íþyngja“ útgerðarveldinu). Hingað til hafa þeir látið sér í léttu rúmi liggja afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins, og talað um „eðlilega þróun“ í því sambandi. Allt er þetta athyglisverður umsnúningur. Samfylkingin hefur allt frá stofnun haft uppboð aflaheimilda á sinni stefnuskrá. Á síðasta landsfundi var samþykkt tillaga um að taka frá að minnsta kosti 20 þúsund þorskígildistonn af fiskveiðiheimildum og bjóða út á markaði, sem fyrsta skref í að koma á markaði með veiðikvóta í öllum kvótasettum fiskitegundum.Tillagan bindur ekki hendur þingmanna flokksins til að beita sér fyrir enn viðameiri aðgerðum til að þjóðin fái réttlátan arð af fiskveiðiauðlind sinni eins og þar segir, en með þessu móti mætti tryggja að útgerðir án kvóta geti þrifist og þannig um leið bætt möguleika til atvinnu í sjávarbyggðum sem misst hafa frá sér kvóta. Fyrirkomulagið myndi auka verulega tekjur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni, nýliðun í sjávarútvegi yrði auðveldari vegna tryggs framboðs veiðiheimilda til leigu. Íslendingar þekkja afleiðingar kvótakerfisins og það óréttlæti sem af því hefur hlotist. Það er löngu tímabært að stíga einhver markverð skref til þess að brjóta upp hlekki þessa kerfis og þróa þess í stað eðlilegar leikreglur sem taka mið af samfélagslegum þáttum, atvinnufrelsi og þróun byggðar í landinu. Uppboð tiltekins hluta aflaheimilda gæti einmitt verið fyrsta skrefið í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis við fréttum af uppboði Færeyinga á aflaheimildum eru með þeim hætti þau hafa vakið hörð viðbrögð hagfræðinga og kallað fram (réttilega að mínu mati) ásakanir um hráa hagsmunagæslu fyrir stórútgerðina. Báðir telja fráleitt að Íslendingar fari sömu leið og frændur okkar Færeyingar við úthlutun aflaheimilda. Gefa þeir í skyn að uppboðstilraunin sé misheppnuð. Umræddar aflaheimildir hafi hafnað hjá sterkum stórútgerðum og erlendum aðilum, svo dæmi sé tekið, hætta sé á því að þetta komi sér „illa fyrir landsbyggðina“. Nú bregður nýrra við í röksemdafærslunni. Það sem þessir tveir og aðrir talsmenn útgerðarinnar hafa áður talið kvótakerfinu til ágætis og kallað hagræðingu og samlegð er nú dregið fram sem ámælisverð afleiðing uppboðsleiðar. Nú verja þeir veiðigjaldið sem þeir börðust hart á móti meðan verið var að koma því á (og þeir fengu lækkað að miklum mun því ekki mátti „íþyngja“ útgerðarveldinu). Hingað til hafa þeir látið sér í léttu rúmi liggja afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins, og talað um „eðlilega þróun“ í því sambandi. Allt er þetta athyglisverður umsnúningur. Samfylkingin hefur allt frá stofnun haft uppboð aflaheimilda á sinni stefnuskrá. Á síðasta landsfundi var samþykkt tillaga um að taka frá að minnsta kosti 20 þúsund þorskígildistonn af fiskveiðiheimildum og bjóða út á markaði, sem fyrsta skref í að koma á markaði með veiðikvóta í öllum kvótasettum fiskitegundum.Tillagan bindur ekki hendur þingmanna flokksins til að beita sér fyrir enn viðameiri aðgerðum til að þjóðin fái réttlátan arð af fiskveiðiauðlind sinni eins og þar segir, en með þessu móti mætti tryggja að útgerðir án kvóta geti þrifist og þannig um leið bætt möguleika til atvinnu í sjávarbyggðum sem misst hafa frá sér kvóta. Fyrirkomulagið myndi auka verulega tekjur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni, nýliðun í sjávarútvegi yrði auðveldari vegna tryggs framboðs veiðiheimilda til leigu. Íslendingar þekkja afleiðingar kvótakerfisins og það óréttlæti sem af því hefur hlotist. Það er löngu tímabært að stíga einhver markverð skref til þess að brjóta upp hlekki þessa kerfis og þróa þess í stað eðlilegar leikreglur sem taka mið af samfélagslegum þáttum, atvinnufrelsi og þróun byggðar í landinu. Uppboð tiltekins hluta aflaheimilda gæti einmitt verið fyrsta skrefið í þá átt.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar