Frjálslynda stjórnmálaaflið sem við óskuðum eftir Geir Finnsson skrifar 15. ágúst 2016 10:50 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar