Formaður VG: Fjarri því að vera boðað afnám verðtryggingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2016 14:26 Katrín segir að svo líti út fyrir að boðaðar aðgerðir ríkistjórnarinnar þýði að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt. Vísir/GVA „Við fyrstu sýn er þetta fjarri því að vera afnám verðtryggingar sem búið var að boða að yrði kynnt,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna um væntanlegt frumvarp um takmörkun á svokölluðum Íslandslánum. Hún segir jafnframt að svo líti út fyrir að boðað frumvarp um stuðning við kaup á fyrstu fasteign nýtist þeim best sem hæstar hafi tekjur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu nýtt frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu fasteign í Hörpu fyrir stundu. Þá var einnig boðuð takmörkun fjörutíu ára verðtryggðra jafngreiðslulána, svonefndra Íslandslána. Almennt verður ekki heimilt að taka slíkt lán til lengri tíma en 25 ára. Um tillögurnar sem kynntar voru vegna stuðnings við fyrstu kaup á fasteign segir Katrín að þær séu í takt við það sem þegar hefur verið gert varðandi nýtingu séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til fasteignakaupa.Úr kynningarefni frá fundinum í dag.Vísir„Eins og þetta er kynnt virðist það vera þannig að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt,“ segir Katrín en í kynningunni á frumvarpinu voru tekin dæmi um hjón með samanlagðar tekjur upp á átta hundruð þúsund krónur á mánuði og einstakling með tekjur upp á fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Kallar Katrín eftir nánari greiningu á frumvarpinu og segir hún að þingflokkur VG muni leggja áherslu á það að kalla eftir slíkum upplýsingum á þingi sem kemur aftur saman í dag. „Ég myndi segja að þarna hafi vantað alla greiningu, bæði hvað varðar áhrifin á ólíka tekjuhópa og og hvað varða greiningu á áhrifum á lífeyriskerfið,“ segir Katrín. „Við munum kalla eftir þessum upplýsingum en það hefur komið á daginn með fyrri Hörpu-kynningar að það hefur reynst mjög erfitt að fá slík gögn,“ segir Katrín að lokum og vísar þar til skýrslu um það hvernig Leiðréttingin dreifðist á ólíka tekjuhópa sem hún kallaði eftir í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki komið út. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni. Alþingi Tengdar fréttir Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25 Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Við fyrstu sýn er þetta fjarri því að vera afnám verðtryggingar sem búið var að boða að yrði kynnt,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna um væntanlegt frumvarp um takmörkun á svokölluðum Íslandslánum. Hún segir jafnframt að svo líti út fyrir að boðað frumvarp um stuðning við kaup á fyrstu fasteign nýtist þeim best sem hæstar hafi tekjur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu nýtt frumvarp til laga um stuðning við kaup á fyrstu fasteign í Hörpu fyrir stundu. Þá var einnig boðuð takmörkun fjörutíu ára verðtryggðra jafngreiðslulána, svonefndra Íslandslána. Almennt verður ekki heimilt að taka slíkt lán til lengri tíma en 25 ára. Um tillögurnar sem kynntar voru vegna stuðnings við fyrstu kaup á fasteign segir Katrín að þær séu í takt við það sem þegar hefur verið gert varðandi nýtingu séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til fasteignakaupa.Úr kynningarefni frá fundinum í dag.Vísir„Eins og þetta er kynnt virðist það vera þannig að fólk með háar tekjur fái mestan skattaafslátt,“ segir Katrín en í kynningunni á frumvarpinu voru tekin dæmi um hjón með samanlagðar tekjur upp á átta hundruð þúsund krónur á mánuði og einstakling með tekjur upp á fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. Kallar Katrín eftir nánari greiningu á frumvarpinu og segir hún að þingflokkur VG muni leggja áherslu á það að kalla eftir slíkum upplýsingum á þingi sem kemur aftur saman í dag. „Ég myndi segja að þarna hafi vantað alla greiningu, bæði hvað varðar áhrifin á ólíka tekjuhópa og og hvað varða greiningu á áhrifum á lífeyriskerfið,“ segir Katrín. „Við munum kalla eftir þessum upplýsingum en það hefur komið á daginn með fyrri Hörpu-kynningar að það hefur reynst mjög erfitt að fá slík gögn,“ segir Katrín að lokum og vísar þar til skýrslu um það hvernig Leiðréttingin dreifðist á ólíka tekjuhópa sem hún kallaði eftir í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki komið út. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.
Alþingi Tengdar fréttir Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25 Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. 15. ágúst 2016 14:25
Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48