Kærir sveitarstjóra fyrir handvömm í starfi sínu Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Hreggviður Hermannsson Hreggviður Hermannsson, íbúi í Langholti í Flóahreppi, hefur kært sveitarstjórann Eydísi Þ. Indriðadóttur, til ríkissaksóknara fyrir handvömm í starfi. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá 10. ágúst. Telur Hreggviður sveitarstjóra hafa stungið undir stól beiðni til sveitarstjórnar um afrit af gögnum. „Já, ég hef kært sveitarstjórann og get sagt þér það alveg svikalaust. Þetta hefst allt síðasta haust þar sem byggingarfulltrúi sinnir ekki beiðni minni um afrit af gögnum. Ítreka ég þetta við sveitarstjóra en ekkert gerist. Síðan sendi ég erindi 6. maí en enn og aftur gerist ekkert á skrifstofu sveitarstjórans. Því er ekkert annað hægt að gera en að kæra sveitarstjórann,“ segir Hreggviður. Hreggviður hefur átt í útistöðum við nágranna sína í Langholti 2 vegna landamerkjamála en beiðni Hreggviðs til byggingarfulltrúa snerist um flutning á húsi sem tilheyrði Langholti 2 af lóð sinni. Deilurnar milli þeirra Hreggviðs í Langholti 1 og Ragnars Björnssonar í Langholti 2 virðast hafa verið mjög illvígar þar sem þeir saka hvor annan um jafnt líflátshótanir sem og ofbeldi. Árni Eiríksson, oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps, segir málið allt og kæru á hendur sveitarstjórans hið undarlegasta og harmar framvindu málsins. „Við lögðum á það áherslu í bókun okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi að mál kæmu fyrir sveitarstjórn og að hnykkt yrði á verkferlum. Sumar fyrirspurnir eru orðaðar nokkuð loðið og erfitt að sjá hvort þær eiga að koma fyrir sveitarstjórn eða ekki,“ segir Árni. Eydís Indriðadóttir sveitarstjóri segist harma málið en hún hefur ekki hugsað sér að segja af sér vegna þess þar sem hún hefur stuðning sveitarstjórnarinnar. „Við teljum okkur hafa leyst málið eins vel og hægt var úr þessu og Hreggviður hefur fengið öll þau gögn sem hann bað um. Mér brá svolítið þegar ég sá að þetta hafði farið þá leið sem Hreggviður valdi. En því verður ekki breytt úr þessu. Að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um málið,“ sagði Eydís. Lögreglan hefur farið í ótal útköll að Landholti Deilan milli íbúa Langholts 1 og 2 snýst um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Hreggviður sem býr í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að bóndinn á næsta bæ sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Síðla árs 2014 náði deilan hámarki og hafði lögreglan ekki undan að sinna útköllum frá bæjunum tveimur og kærurnar hlóðust upp. Lögreglan kom 65 sinnum að bæjunum á 18 mánuðum og bóndinn í Langholti 1 fékk á sig 30 kærur. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Hreggviður Hermannsson, íbúi í Langholti í Flóahreppi, hefur kært sveitarstjórann Eydísi Þ. Indriðadóttur, til ríkissaksóknara fyrir handvömm í starfi. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá 10. ágúst. Telur Hreggviður sveitarstjóra hafa stungið undir stól beiðni til sveitarstjórnar um afrit af gögnum. „Já, ég hef kært sveitarstjórann og get sagt þér það alveg svikalaust. Þetta hefst allt síðasta haust þar sem byggingarfulltrúi sinnir ekki beiðni minni um afrit af gögnum. Ítreka ég þetta við sveitarstjóra en ekkert gerist. Síðan sendi ég erindi 6. maí en enn og aftur gerist ekkert á skrifstofu sveitarstjórans. Því er ekkert annað hægt að gera en að kæra sveitarstjórann,“ segir Hreggviður. Hreggviður hefur átt í útistöðum við nágranna sína í Langholti 2 vegna landamerkjamála en beiðni Hreggviðs til byggingarfulltrúa snerist um flutning á húsi sem tilheyrði Langholti 2 af lóð sinni. Deilurnar milli þeirra Hreggviðs í Langholti 1 og Ragnars Björnssonar í Langholti 2 virðast hafa verið mjög illvígar þar sem þeir saka hvor annan um jafnt líflátshótanir sem og ofbeldi. Árni Eiríksson, oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps, segir málið allt og kæru á hendur sveitarstjórans hið undarlegasta og harmar framvindu málsins. „Við lögðum á það áherslu í bókun okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi að mál kæmu fyrir sveitarstjórn og að hnykkt yrði á verkferlum. Sumar fyrirspurnir eru orðaðar nokkuð loðið og erfitt að sjá hvort þær eiga að koma fyrir sveitarstjórn eða ekki,“ segir Árni. Eydís Indriðadóttir sveitarstjóri segist harma málið en hún hefur ekki hugsað sér að segja af sér vegna þess þar sem hún hefur stuðning sveitarstjórnarinnar. „Við teljum okkur hafa leyst málið eins vel og hægt var úr þessu og Hreggviður hefur fengið öll þau gögn sem hann bað um. Mér brá svolítið þegar ég sá að þetta hafði farið þá leið sem Hreggviður valdi. En því verður ekki breytt úr þessu. Að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um málið,“ sagði Eydís. Lögreglan hefur farið í ótal útköll að Landholti Deilan milli íbúa Langholts 1 og 2 snýst um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Hreggviður sem býr í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að bóndinn á næsta bæ sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Síðla árs 2014 náði deilan hámarki og hafði lögreglan ekki undan að sinna útköllum frá bæjunum tveimur og kærurnar hlóðust upp. Lögreglan kom 65 sinnum að bæjunum á 18 mánuðum og bóndinn í Langholti 1 fékk á sig 30 kærur. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira