Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Æfingar eru í fullum gangi, Mynd/Afstaða Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira