Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Æfingar eru í fullum gangi, Mynd/Afstaða Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira