Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2016 12:16 Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn. Vísir/Ernir „Ég er ekki frá því að mér finnist viðhorf til kvenna í stjórnunarstöðum oft vera óbilgjörn. Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum.“ Svo mörg voru orð Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, í viðtali við Morgunblaðið árið 2007. Eygló Harðardóttir, félags- og húsmálaráðherra, gerir orð Rannveigar að sínum í kjölfar gagnrýni sem hún hefur sætt eftir að hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu í þinginu í gær um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að allir ráðherrar hefðu líkast til viljað fá meira fé til sinna mála og gagnrýndi útspil Eyglóar: „ „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á RÚV í morgun að uppákoman væri slík að hann fengi hálfgerðan kjánahroll vegna málsins. Þá sagði þingflokksformaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir í gær að eðlilegt væri að Eygló segði af sér. Hegðunin væri ekki boðleg. Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn.Viðtalið við Eygló má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ég er ekki frá því að mér finnist viðhorf til kvenna í stjórnunarstöðum oft vera óbilgjörn. Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum.“ Svo mörg voru orð Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, í viðtali við Morgunblaðið árið 2007. Eygló Harðardóttir, félags- og húsmálaráðherra, gerir orð Rannveigar að sínum í kjölfar gagnrýni sem hún hefur sætt eftir að hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu í þinginu í gær um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að allir ráðherrar hefðu líkast til viljað fá meira fé til sinna mála og gagnrýndi útspil Eyglóar: „ „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á RÚV í morgun að uppákoman væri slík að hann fengi hálfgerðan kjánahroll vegna málsins. Þá sagði þingflokksformaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir í gær að eðlilegt væri að Eygló segði af sér. Hegðunin væri ekki boðleg. Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn.Viðtalið við Eygló má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira