Píratar vilja gjaldfrjálsar tannlækningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2016 18:46 Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta. Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði