Nú verður hægt að lenda á Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 16:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo er langvinsælasti íþróttamaðurinn í Portúgal eftir framgöngu hans með Real Madrid og portúgalska landsliðinu á síðustu mánuðum en vinsældir hans á eyjunni Madeira eru alveg sér á báti. Á síðustu mánuðum hefur Cristiano Ronaldo unnið Meistaradeildina með Real Madrid og Evrópumeistaratitilinn með Portúgal auk þess að vera einn besti fótboltamaður heims í áratug. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fólkið sem býr á hans æskustöðum sé ánægt með sinn mann. Cristiano Ronaldo bjó í úthverfi Funchal á eynni Madeira fyrstu tólf ár ævi sinnar eða þar til að knattspyrnuhæfileikar hans uppgötvuðust á meginlandinu og hann yfirgaf eyjuna. Stjórnvöld á Madeira tóku á dögunum þá ákvörðun að verðlauna Cristiano Ronaldo fyrir frammistöðu sína en hvað gefur þú manni sem á allt? Fólkið sem ræður öllu á Madeira fann lausn á því því borgarráð á Madeira ákvað að endurskýra alþjóðaflugvöllinn á eynni. Madeira International Airport verður nú endurskýrður og mun hér eftir heita Cristiano Ronaldo International Airport. Cristiano Ronaldo er með safn og hótel á Madeira auk þess að það er risastór stytta af honum á besta stað. Nú verður hreinlega hægt að lenda á Cristiano Ronaldo í framtíðinni. Það er í raun ekkert eftir nema að nefna alla eyjuna eftir Cristiano Ronaldo en ætli Portúgal þurfi ekki að vinna heimsmeistaratitilinn í fótbolta til að slík ákvörðun yrði í umræðunni á Madeira. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo er langvinsælasti íþróttamaðurinn í Portúgal eftir framgöngu hans með Real Madrid og portúgalska landsliðinu á síðustu mánuðum en vinsældir hans á eyjunni Madeira eru alveg sér á báti. Á síðustu mánuðum hefur Cristiano Ronaldo unnið Meistaradeildina með Real Madrid og Evrópumeistaratitilinn með Portúgal auk þess að vera einn besti fótboltamaður heims í áratug. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fólkið sem býr á hans æskustöðum sé ánægt með sinn mann. Cristiano Ronaldo bjó í úthverfi Funchal á eynni Madeira fyrstu tólf ár ævi sinnar eða þar til að knattspyrnuhæfileikar hans uppgötvuðust á meginlandinu og hann yfirgaf eyjuna. Stjórnvöld á Madeira tóku á dögunum þá ákvörðun að verðlauna Cristiano Ronaldo fyrir frammistöðu sína en hvað gefur þú manni sem á allt? Fólkið sem ræður öllu á Madeira fann lausn á því því borgarráð á Madeira ákvað að endurskýra alþjóðaflugvöllinn á eynni. Madeira International Airport verður nú endurskýrður og mun hér eftir heita Cristiano Ronaldo International Airport. Cristiano Ronaldo er með safn og hótel á Madeira auk þess að það er risastór stytta af honum á besta stað. Nú verður hreinlega hægt að lenda á Cristiano Ronaldo í framtíðinni. Það er í raun ekkert eftir nema að nefna alla eyjuna eftir Cristiano Ronaldo en ætli Portúgal þurfi ekki að vinna heimsmeistaratitilinn í fótbolta til að slík ákvörðun yrði í umræðunni á Madeira.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira