Fýsilegri kostur í ríkisstjórn með Sigurð Inga í brúnni Sveinn Arnarson skrifar 29. júlí 2016 07:00 Nær ómögulegt er fyrir núverandi ríkisstjórn að verjast falli í næstu kosningum. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir skoðanir formanns Framsóknarflokksins um að leikur einn sé að hætta við kosningar í haust. Segir hann hringlandahátt af hinu slæma og vill festa niður kjördag sem allra fyrst í lok október. Prófessor í stjórnmálafræði segir Framsóknarflokkinn í erfiðri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum með hornreka formann.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það slæmt að formaður flokksins skuli tala á skjön við forystumenn ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga. Hefur Sigmundur Davíð sagt það skipta máli að ljúka því sem þeir byrjuðu og nýta fjögur ár til þess. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýnist mér vera að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi og notar til þess allar aðferðir. Það er hins vegar þannig að kannski eru þau meðöl ekki best fyrir flokkinn hans. Aftur á móti sýnist mér Sigurður Ingi Jóhannsson vera á þeirri leið að hugsa um hag flokksins og efna loforðið um kosningar,“ segir Grétar Þór. Grétar Þór segir líklegt að ef fram heldur sem horfir gæti Framsóknarflokkurinn verið að loka dyrum fyrirfram að hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi. Einnig telur hann líklegra að Framsóknarflokkurinn nái inn í ríkisstjórn með Sigurð Inga í forystu en Sigmund Davíð. „Það er greinilega mikill merkingarmunur á orðum Bjarna og Sigmundar Davíðs. Einnig ef Framsóknarflokkurinn ætlar sér að vinna til vinstri í næstu ríkisstjórn sýnist mér mun meiri þíða vera í samskiptum við minnihlutann á þingi eftir að Sigurður Ingi tók við stjórnartaumum í ríkisstjórn. Því er líklegra að stjórnarandstaðan vilji tala við Sigurð Inga fremur en Sigmund Davíð sem kemur laskaður til kosninga.“Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson var spurður um loforð flokkanna um kosningar í haust þegar hann mætti á ríkisráðsfund í gærmorgun. „Þegar við endurnýjuðum samstarfið í vor boðuðum við á sama tíma að við ætluðum að ljúka nokkrum málum og boða svo til kosninga,“ sagði Bjarni og taldi það mikilvægt að allir ættu að standa við þessi loforð. „Mér finnst það skipta máli, sérstaklega eftir atburði vorsins, að það sé ekki mikill hringlandaháttur með þessa hluti og ég hef lagt á það áherslu að við stöndum við þessi efni um kosningar í haust.“ Bjarni var einnig spurður að því hvort ekki væri best að setja niður kjördag sem fyrst. Játti hann því og sagði það skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Einnig sagði hann kannski orðið tímabært að hann ætti fund með formanni Framsóknarflokksins vegna orða hans í fjölmiðlum. „Ég er fyrir það að það sé einhver stjórnfesta í þessu landi,“ sagði Bjarni í þann mund er hann gekk inn á síðasta ríkisráðsfund undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir skoðanir formanns Framsóknarflokksins um að leikur einn sé að hætta við kosningar í haust. Segir hann hringlandahátt af hinu slæma og vill festa niður kjördag sem allra fyrst í lok október. Prófessor í stjórnmálafræði segir Framsóknarflokkinn í erfiðri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum með hornreka formann.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það slæmt að formaður flokksins skuli tala á skjön við forystumenn ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga. Hefur Sigmundur Davíð sagt það skipta máli að ljúka því sem þeir byrjuðu og nýta fjögur ár til þess. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýnist mér vera að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi og notar til þess allar aðferðir. Það er hins vegar þannig að kannski eru þau meðöl ekki best fyrir flokkinn hans. Aftur á móti sýnist mér Sigurður Ingi Jóhannsson vera á þeirri leið að hugsa um hag flokksins og efna loforðið um kosningar,“ segir Grétar Þór. Grétar Þór segir líklegt að ef fram heldur sem horfir gæti Framsóknarflokkurinn verið að loka dyrum fyrirfram að hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi. Einnig telur hann líklegra að Framsóknarflokkurinn nái inn í ríkisstjórn með Sigurð Inga í forystu en Sigmund Davíð. „Það er greinilega mikill merkingarmunur á orðum Bjarna og Sigmundar Davíðs. Einnig ef Framsóknarflokkurinn ætlar sér að vinna til vinstri í næstu ríkisstjórn sýnist mér mun meiri þíða vera í samskiptum við minnihlutann á þingi eftir að Sigurður Ingi tók við stjórnartaumum í ríkisstjórn. Því er líklegra að stjórnarandstaðan vilji tala við Sigurð Inga fremur en Sigmund Davíð sem kemur laskaður til kosninga.“Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson var spurður um loforð flokkanna um kosningar í haust þegar hann mætti á ríkisráðsfund í gærmorgun. „Þegar við endurnýjuðum samstarfið í vor boðuðum við á sama tíma að við ætluðum að ljúka nokkrum málum og boða svo til kosninga,“ sagði Bjarni og taldi það mikilvægt að allir ættu að standa við þessi loforð. „Mér finnst það skipta máli, sérstaklega eftir atburði vorsins, að það sé ekki mikill hringlandaháttur með þessa hluti og ég hef lagt á það áherslu að við stöndum við þessi efni um kosningar í haust.“ Bjarni var einnig spurður að því hvort ekki væri best að setja niður kjördag sem fyrst. Játti hann því og sagði það skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Einnig sagði hann kannski orðið tímabært að hann ætti fund með formanni Framsóknarflokksins vegna orða hans í fjölmiðlum. „Ég er fyrir það að það sé einhver stjórnfesta í þessu landi,“ sagði Bjarni í þann mund er hann gekk inn á síðasta ríkisráðsfund undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði