Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 08:30 Eder og Cristiano Ronaldo fagna í leikslok. Vísir/EPA Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02
Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36