Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2016 11:50 Vísir/EPA „Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu. Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
„Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu.
Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira