Segir orðræðuna á Alþingi jaðra við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2016 16:44 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir Alþingi ekki jafn ánægjulegan og virðulegan vinnustað og það var áður fyrr. vísir Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði