Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskrá á sumarþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2016 16:19 Þingmaður Pírata segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að setja lengur á valdastólum. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33
Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18
Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00