Íslamska ríkið grunað um árásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Glerbrot á gólfi Ataturk-flugvallar áður en þau voru hreinsuð upp. Nordicphotos/AFP Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú talinn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjölmennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Sahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar löggæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrkneskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknarlögreglu bentu til þess að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildarmenn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins.Recep Tayyip Erdoganvísir/nordic photosRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði forsetinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú talinn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjölmennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Sahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar löggæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrkneskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknarlögreglu bentu til þess að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildarmenn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins.Recep Tayyip Erdoganvísir/nordic photosRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði forsetinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira