Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 08:15 Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins. Vísir/Getty Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira