Næstum fimm prósent þjóðarinnar hafa þegar kosið í forsetakosningum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júní 2016 16:28 Kjósendur greiða atkvæði sem enda í sérstökum kjörkössum. Vísir/Stefán Tæplega ellefu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi forsetakosningum en þær fara fram þann 25. júní næstkomandi. Þetta er gífurleg fjölgun utankjörfundaratkvæða milli forsetakosninga en á sama tíma fyrir fjórum árum, það er þegar tæp vika var til kjördags, höfðu 5500 kosningabærra aðila greitt atkvæði. Tölurnar eru ekki að fullu samanburðarhæfar sökum þess að tölurnar frá 2012 koma einungis frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en síðan þá hafa sýslumannsembættin verið sameinuð. Þó skýrir það eitt ekki þessa miklu fjölgun á utankjörfundaratkvæðum segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur Evrópumótið í knattspyrnu spila inn í þessa fjölgun.Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, greiðir atkvæði ásamt sinni ektakvinnu, Dorrit Moussaieff, í síðustu forsetakosningum.VísirHún segir þó að enn sé ekki hægt að dæma um það hvort þetta sé viðbót við heildartölu þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar. Árið 2012 greiddu rétt rúmlega tuttugu þúsund atkvæði utankjörfundar þegar allt kom til alls. Bættust flestir við á síðustu tveimur dögunum fyrir kjördag eða rétt tæplega sjöþúsund samtals. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 30. apríl síðastliðinn og þá gátu kjósendur greitt atkvæði hjá embættum sýslumanna. Frá og með 9. júní síðastliðnum hefur atkvæðagreiðsla utan kjörfundar aðeins farið fram í Perlunni. Þeir sem búa erlendis geta sent atkvæði sitt til sýslumanna fram að kjördegi í þar til gerðu umslagi. Aðfaranótt sunnudagsins næstkomandi verður ljóst hver kemur til með að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Níu manns eru í framboði og ráða landsmenn úrslitum en 245 þúsund manns eru á kjörskrá. Því er langt frá því að úrslit séu ráðin en aðeins 4,3 prósent hafa greitt atkvæði enn sem komið er. Í síðustu kosningum, árið 2012, var kosningaþátttaka 69,3 prósent. Vísir hvetur kjósendur til þess að kynna sér frambjóðendur á kosningavef Vísis. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Tæplega ellefu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi forsetakosningum en þær fara fram þann 25. júní næstkomandi. Þetta er gífurleg fjölgun utankjörfundaratkvæða milli forsetakosninga en á sama tíma fyrir fjórum árum, það er þegar tæp vika var til kjördags, höfðu 5500 kosningabærra aðila greitt atkvæði. Tölurnar eru ekki að fullu samanburðarhæfar sökum þess að tölurnar frá 2012 koma einungis frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en síðan þá hafa sýslumannsembættin verið sameinuð. Þó skýrir það eitt ekki þessa miklu fjölgun á utankjörfundaratkvæðum segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur Evrópumótið í knattspyrnu spila inn í þessa fjölgun.Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, greiðir atkvæði ásamt sinni ektakvinnu, Dorrit Moussaieff, í síðustu forsetakosningum.VísirHún segir þó að enn sé ekki hægt að dæma um það hvort þetta sé viðbót við heildartölu þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar. Árið 2012 greiddu rétt rúmlega tuttugu þúsund atkvæði utankjörfundar þegar allt kom til alls. Bættust flestir við á síðustu tveimur dögunum fyrir kjördag eða rétt tæplega sjöþúsund samtals. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 30. apríl síðastliðinn og þá gátu kjósendur greitt atkvæði hjá embættum sýslumanna. Frá og með 9. júní síðastliðnum hefur atkvæðagreiðsla utan kjörfundar aðeins farið fram í Perlunni. Þeir sem búa erlendis geta sent atkvæði sitt til sýslumanna fram að kjördegi í þar til gerðu umslagi. Aðfaranótt sunnudagsins næstkomandi verður ljóst hver kemur til með að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Níu manns eru í framboði og ráða landsmenn úrslitum en 245 þúsund manns eru á kjörskrá. Því er langt frá því að úrslit séu ráðin en aðeins 4,3 prósent hafa greitt atkvæði enn sem komið er. Í síðustu kosningum, árið 2012, var kosningaþátttaka 69,3 prósent. Vísir hvetur kjósendur til þess að kynna sér frambjóðendur á kosningavef Vísis.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira