Mamma Eiðs Smára: Sigurmark frá syninum það besta sem gæti komið fyrir í lífinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2016 12:38 Ólöf Einarsdóttir, móðir Eiðs Smára Guðjohnsen, var einn þeirra Íslendinga sem Kolbeinn Tumi Daðason og Björn Sigurðsson, tökumaður, hittu á fyrir utan írska barinn O'Sullivans í hádeginu í dag þar sem Íslendingar hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Austurríki. Ólöf viðurkenndi að hún væri svolítið stressuð fyrir leiknum en vonaðist til að Eiður Smári fengi að spila í dag og helst lengur en í leiknum gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég hef það stórkostlegt en er svolítið kvíðin. Það er pínu í maganum og fer upp í hjarta. Ég er með sting í hjartanu,“ sagði Ólöf sem fannst æðislegt að sjá móttökurnar sem sonurinn fékk þegar hann kom inn á gegn Ungverjum í Marseille. „Í fyrsta lagi fannst mér hann koma of seint inn á en það er bara mitt mat. Mér leið stórkostlega vel og ég fann stuðning þjóðarinnar,“ sagði Ólöf. „Allir Íslendingarnir sem voru á staðnum fögnuðu honum svo vel og mikið og þökkuðu honum kannski á sama tíma fyrir allt sem hann hefur gert fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu í heild sinni.“ Ólöf er með stórfjölskyldunni í Frakklandi. Hún hefur vitaskuld verið í sambandi við son sinn og segir að honum líði vel með landsliðinu á EM. „Honum líður bara mjög vel. Við erum hérna með börnin hans og konuna hans, tengdaforeldra og dóttur mína. Honum líður mjög vel og er rosalega bjartsýnn og er tilbúinn að leggja af stað í næsta leik," sagði hún, en er draumurinn ekki sigurmark frá Eiði í dag? „Það væri það besta sem gæti komið fyrir í lífinu hjá okkur. Það myndi toppa hans 20 ára feril. Við bara spilum til sigurs. Við spilum ekki upp á jafntefli,“ sagði Ólöf Einarsdóttir.Hér að ofan má sjá Kolbein Tuma og Björn Sigurðsson spjalla við Íslendinga í góðu fjöri í dag en viðtalið við Ólöfu kemur eftir 16 mínútur og 40 sekúndur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Svona verður framhaldið ef Ísland kemst í sextán liða úrslit Þrír leikdagar og þrjár borgir koma til greina. 22. júní 2016 11:15 Kristinn Jak: Fáum góðan dómara í dag Kristinn Jakobsson var í góðum gír meðal stuðningsmanna fyrir framan Rauðu mylluna í dag. 22. júní 2016 13:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
Ólöf Einarsdóttir, móðir Eiðs Smára Guðjohnsen, var einn þeirra Íslendinga sem Kolbeinn Tumi Daðason og Björn Sigurðsson, tökumaður, hittu á fyrir utan írska barinn O'Sullivans í hádeginu í dag þar sem Íslendingar hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Austurríki. Ólöf viðurkenndi að hún væri svolítið stressuð fyrir leiknum en vonaðist til að Eiður Smári fengi að spila í dag og helst lengur en í leiknum gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég hef það stórkostlegt en er svolítið kvíðin. Það er pínu í maganum og fer upp í hjarta. Ég er með sting í hjartanu,“ sagði Ólöf sem fannst æðislegt að sjá móttökurnar sem sonurinn fékk þegar hann kom inn á gegn Ungverjum í Marseille. „Í fyrsta lagi fannst mér hann koma of seint inn á en það er bara mitt mat. Mér leið stórkostlega vel og ég fann stuðning þjóðarinnar,“ sagði Ólöf. „Allir Íslendingarnir sem voru á staðnum fögnuðu honum svo vel og mikið og þökkuðu honum kannski á sama tíma fyrir allt sem hann hefur gert fyrir íslenska landsliðið og íslenska knattspyrnu í heild sinni.“ Ólöf er með stórfjölskyldunni í Frakklandi. Hún hefur vitaskuld verið í sambandi við son sinn og segir að honum líði vel með landsliðinu á EM. „Honum líður bara mjög vel. Við erum hérna með börnin hans og konuna hans, tengdaforeldra og dóttur mína. Honum líður mjög vel og er rosalega bjartsýnn og er tilbúinn að leggja af stað í næsta leik," sagði hún, en er draumurinn ekki sigurmark frá Eiði í dag? „Það væri það besta sem gæti komið fyrir í lífinu hjá okkur. Það myndi toppa hans 20 ára feril. Við bara spilum til sigurs. Við spilum ekki upp á jafntefli,“ sagði Ólöf Einarsdóttir.Hér að ofan má sjá Kolbein Tuma og Björn Sigurðsson spjalla við Íslendinga í góðu fjöri í dag en viðtalið við Ólöfu kemur eftir 16 mínútur og 40 sekúndur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Svona verður framhaldið ef Ísland kemst í sextán liða úrslit Þrír leikdagar og þrjár borgir koma til greina. 22. júní 2016 11:15 Kristinn Jak: Fáum góðan dómara í dag Kristinn Jakobsson var í góðum gír meðal stuðningsmanna fyrir framan Rauðu mylluna í dag. 22. júní 2016 13:00 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45
Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07
Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15
Svona verður framhaldið ef Ísland kemst í sextán liða úrslit Þrír leikdagar og þrjár borgir koma til greina. 22. júní 2016 11:15
Kristinn Jak: Fáum góðan dómara í dag Kristinn Jakobsson var í góðum gír meðal stuðningsmanna fyrir framan Rauðu mylluna í dag. 22. júní 2016 13:00