Leikskólakennarar undrandi á ummælum Höllu Sveinn Arnarsson skrifar 23. júní 2016 13:01 Ummæli Höllu hafa fallið í grýttan jarðveg meðal leikskólakennara. Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira