Ég er ekki til sölu Ástþór Magnússon skrifar 24. júní 2016 18:43 Íslendingar geta tekið forystu, ekki aðeins í fótbolta, einnig sem ný og fersk rödd til friðar í heiminum. Allt sem þarf er bjartsýni, áræðni og þrautseigur forseti með sterka sannfæringu og framtíðarsýn. Þú kastar atkvæði þínu á glæ með því að láta valdaklíkur og peningavald teyma þig eins og sauð til að kjósa þeirra fulltrúa á Bessastaði. Þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í kokkuðum könnunum fjölmiðla eiga það allir sameiginlegt að vera framleiddar glansmyndir sem tengjast slíku baklandi. Væri ekki skynsamlegra fyrir þína hagsmuni og þjóðarinnar að fá óháðan forseta fólksins á Bessastaði? Ég er í framboði á eigin forsendum og er ekki handbendi neinna flokka eða fylkinga og að baki mér standa engin slík öfl. Ég er ekki til sölu. Þjóðin getur treyst því að enginn verður staðfastari en ég sem virkur öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum. Ég býð mig fram til að standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég er óhræddur við að þjóðin fjalli um sín stærstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ísland á að gerast friðarríki. Forseti Íslands getur laðað hingað starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd. Rísi stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun byggjast upp nýr atvinnuvegur sem getur skilað fleiri hundruð milljörðum í þjóðarbúið og veitt þúsundum manns blómleg störf í framtíðinni. Með slíkri tekjuaukningu sem land friðarins getum við veitt ókeypis heilbrigðisþjónustu, bætt kjör eldri borgara og öryrkja og hjálpað ungu fólki að koma undir sig fótunum. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir íslensku þjóðina eins og fram hefur komið í málflutningi erlendra fræðimanna og nóbelsverðlaunahafa sem hafa tekið undir þessa hugmyndafræði um Ísland sem friðarríki. Aðeins eru tveir kostir í boði á kjörseðlinum. Ég eða hinir átta. Settu X við Ástþór fyrir forseta fólksins sem mun skila þjóðinni auknum tekjum og velsæld og sem mun standa eins og klettur með fólkinu í landinu bæði hvað varðar innanríkis- sem og utanríkismál. Hinir átta frambjóðendurnir horfa að mestu innávið og munu því litlu skila í ríkiskassann. Margir þeirra tengjast valdaklíkum og fjármálaöflum. Ég skora á þig að hugsa sjálfstætt og virkja atkvæði þitt til að styðja við bakið á þeirri hugmyndafræði að Ísland gerist friðarríki. Þannig lætur þú gott af þér leiða og stuðlar að tekjuaukningu í landinu. Láttu ekki teyma þig í þann bás að kasta atkvæðinu þínu á glæ og fá árlegan skattreikning fyrir veisluhöld forseta. Allt hefst með einni rödd, einni aðgerð, einu atkvæði. Láttu þitt atkvæði skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ástþór Magnússon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar geta tekið forystu, ekki aðeins í fótbolta, einnig sem ný og fersk rödd til friðar í heiminum. Allt sem þarf er bjartsýni, áræðni og þrautseigur forseti með sterka sannfæringu og framtíðarsýn. Þú kastar atkvæði þínu á glæ með því að láta valdaklíkur og peningavald teyma þig eins og sauð til að kjósa þeirra fulltrúa á Bessastaði. Þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í kokkuðum könnunum fjölmiðla eiga það allir sameiginlegt að vera framleiddar glansmyndir sem tengjast slíku baklandi. Væri ekki skynsamlegra fyrir þína hagsmuni og þjóðarinnar að fá óháðan forseta fólksins á Bessastaði? Ég er í framboði á eigin forsendum og er ekki handbendi neinna flokka eða fylkinga og að baki mér standa engin slík öfl. Ég er ekki til sölu. Þjóðin getur treyst því að enginn verður staðfastari en ég sem virkur öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum. Ég býð mig fram til að standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég er óhræddur við að þjóðin fjalli um sín stærstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ísland á að gerast friðarríki. Forseti Íslands getur laðað hingað starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd. Rísi stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun byggjast upp nýr atvinnuvegur sem getur skilað fleiri hundruð milljörðum í þjóðarbúið og veitt þúsundum manns blómleg störf í framtíðinni. Með slíkri tekjuaukningu sem land friðarins getum við veitt ókeypis heilbrigðisþjónustu, bætt kjör eldri borgara og öryrkja og hjálpað ungu fólki að koma undir sig fótunum. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir íslensku þjóðina eins og fram hefur komið í málflutningi erlendra fræðimanna og nóbelsverðlaunahafa sem hafa tekið undir þessa hugmyndafræði um Ísland sem friðarríki. Aðeins eru tveir kostir í boði á kjörseðlinum. Ég eða hinir átta. Settu X við Ástþór fyrir forseta fólksins sem mun skila þjóðinni auknum tekjum og velsæld og sem mun standa eins og klettur með fólkinu í landinu bæði hvað varðar innanríkis- sem og utanríkismál. Hinir átta frambjóðendurnir horfa að mestu innávið og munu því litlu skila í ríkiskassann. Margir þeirra tengjast valdaklíkum og fjármálaöflum. Ég skora á þig að hugsa sjálfstætt og virkja atkvæði þitt til að styðja við bakið á þeirri hugmyndafræði að Ísland gerist friðarríki. Þannig lætur þú gott af þér leiða og stuðlar að tekjuaukningu í landinu. Láttu ekki teyma þig í þann bás að kasta atkvæðinu þínu á glæ og fá árlegan skattreikning fyrir veisluhöld forseta. Allt hefst með einni rödd, einni aðgerð, einu atkvæði. Láttu þitt atkvæði skipta máli.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar