Nú mega lömbin sparka Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var brosandi á æfingu í Nice í gær. Vísir/Vilhelm Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira