Forsetar og frúr saman í Nice Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 13:24 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff á Nice í dag. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45