Ein hugmyndin að gera sundhöll inni í berginu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2016 10:18 Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Sundlaugarhvelfing sem yrði sprengd inn í bergið er meðal hugmynda sem fram hafa komið um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýnt frá vatnsfossum sem buna inni í göngunum og rætt við Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf., um mögulega nýtingu. Það hafa sannarlega verið áskoranir sem mætt hafa bormönnum Vaðlaheiðarganga, Eyjafjarðarmegin hittu þeir á heitavatnsæð og út streymdu yfir 300 sekúndulítrar af nærri 50 stiga heitu vatni. Fnjóskadalsmegin hittu þeir svo á enn vatnsmeiri kaldvatnsæð með 500 sekúndulítra rennsli þegar mest var. Smám saman hefur þeim tekist að ná tökum á ástandinu, þótt vatnsrennslið sé enn töluvert, eða um 120 lítrar á sekúndu Fnjóskadalsmegin. Heitavatnsrennslið Eyjafjarðarmegin er enn yfir 300 lítrar á sekúndu.Fnjóskadalsmegin buna um 120 lítrar af köldu vatni úr berginu á hverri sekúndu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Heitt vatn telst yfirleitt vera auðlind og því vöknuðu strax spurningar um það hvort ekki mæti nýta það og jafnvel kalda vatnið líka. „Þær eru búnar að kom oft, þessar spurningar. Það er alveg pottþétt að þetta verður einhvern veginn nýtt. Heita vatnið verður líklega nýtt sem snjóbræðsla fyrir utan göngin Eyjafjarðarmegin og svo mun kalda vatnið væntanlega verða nýtt til að kæla þau tæknirými sem eru heit inni í göngunum vegna hitans í berginu. Þannig að það er allt skoðað, við munum reyna að nýta þetta eins og hægt er,“ segir Valgeir. En svo hafa einnig kviknað skemmtilegar hugmyndir, eins og sú að gera sundlaug og hafa hana jafnvel inni í helli í berginu, ef einhverjir hefðu áhuga að grípa slíkt tækifæri. „Það er góður möguleiki að búa til sundlaug. Aftur á móti eru Vaðlaheiðargöng ekki að vinna í því. En það er vel hægt.“Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.Stöð 2/Friðrik Þór Hallórsson.Útgröfturinn úr jarðgöngunum er þegar orðin aukaafurð, sem nú nýtist meðal annars Akureyrarflugvelli sem fyllingarefni í flughlað. Einnig hefur það farið í göngustíga hjá Akureyrarbæ. „Þetta er fyllingarefni sem er af skornum skammti hérna í Eyjafirði. Þannig að þetta kemur til góðs.“ Og ekki er víst að tveggja milljarða viðbótarkostnaður kalli á hærra veggjald. „Sem betur fer þá hefur umferðaraukningin verið líka gríðarlega mikil um allt land og um 20 prósent bara á Víkurskarðinu. Þannig að það gefur okkur.. - við erum bjartsýnir um að þetta muni ganga upp,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Bormenn vonast til að slá í gegn fyrir áramót Bormenn Vaðlaheiðarganga segjast búnir að fá meira en nóg af erfiðum seinkunum. 26. júní 2016 20:20