Berglind ráðin nýr framkvæmdastjóri Borgarleikhússins Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2016 13:26 Berglind Ólafsdóttir. Nýlega var staða framkvæmdastjóra Leikfélags Reykjavíkur auglýst og sóttu 56 umsækjendur um. Á meðal umsækjenda voru margir reyndir og kraftmiklir einstaklingar en einn umsækjandi stóð upp úr og var það Berglind Ólafsdóttir. Berglind er viðskipta- og rekstrarfræðingur að mennt, hún hefur víðtæka reynslu í rekstrar og mannauðsmálum en hún hefur undanfarin 11 ár starfað sem skrifstofustjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar en þar hafði hún yfirumsjón með fjármálum og rekstri sviðsins. Síðastliðið haust ákvað Berglind að venda kvæði sínu í kross og sagði upp störfum hjá Reykjavíkurborg þar sem hana langaði að takast á við nýjar áskoranir á öðrum vettvangi. Hún lét formlega af störfum þar í febrúar. „Ég hef fylgst með rekstri Borgarleikhússins undanfarin ár og það hefur ekki farið fram hjá nokkrum sem það hefur gert að þar starfar öflugt, faglegt og kröftugt starfsfólk. Ég er þakklát og hlakka til að fá að tilheyra þeim starfshópi og taka þátt í áframhaldandi velgengni leikhússins,“ er haft eftir Berglindi í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Starfsfólk og stjórn Borgarleikhússins þakkar á sama tíma Þorsteini Ásmundsyni fyrir afar vel unnin störf síðastliðin 13 ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nýlega var staða framkvæmdastjóra Leikfélags Reykjavíkur auglýst og sóttu 56 umsækjendur um. Á meðal umsækjenda voru margir reyndir og kraftmiklir einstaklingar en einn umsækjandi stóð upp úr og var það Berglind Ólafsdóttir. Berglind er viðskipta- og rekstrarfræðingur að mennt, hún hefur víðtæka reynslu í rekstrar og mannauðsmálum en hún hefur undanfarin 11 ár starfað sem skrifstofustjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar en þar hafði hún yfirumsjón með fjármálum og rekstri sviðsins. Síðastliðið haust ákvað Berglind að venda kvæði sínu í kross og sagði upp störfum hjá Reykjavíkurborg þar sem hana langaði að takast á við nýjar áskoranir á öðrum vettvangi. Hún lét formlega af störfum þar í febrúar. „Ég hef fylgst með rekstri Borgarleikhússins undanfarin ár og það hefur ekki farið fram hjá nokkrum sem það hefur gert að þar starfar öflugt, faglegt og kröftugt starfsfólk. Ég er þakklát og hlakka til að fá að tilheyra þeim starfshópi og taka þátt í áframhaldandi velgengni leikhússins,“ er haft eftir Berglindi í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Starfsfólk og stjórn Borgarleikhússins þakkar á sama tíma Þorsteini Ásmundsyni fyrir afar vel unnin störf síðastliðin 13 ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira